Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Þjófnaður á eggjum úr fálkahreiðrum er ekki eins áberandi í dag og hann var áður. Það er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur Nielsen „Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
„Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira