Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2018 06:00 Þjófnaður á eggjum úr fálkahreiðrum er ekki eins áberandi í dag og hann var áður. Það er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur Nielsen „Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Mig grunar sterklega að það sé herjað á hreiður þeirra,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur hefur um margra ára bil fylgst með varpi fálkans. Hann ferðast árlega um 5.000 ferkílómetra svæði í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu við rannsóknir sínar. Karlmaður var staðinn að verki við að smygla eggjum úr friðuðum íslenskum fuglum í ágúst í fyrra. Slík mál heyra til undantekninga nú til dags og mörg ár eru liðin frá því að menn voru staðnir að verki með fálkaegg. Ólafur segir þó vísbendingar um að eggjaþjófar séu enn að valda búsifjum hjá fálkanum. Ein mikilvæg vísbending er sú að á ákveðnum óðölum, þar sem fullorðnir kynþroska fuglar reyna varp flest ár, gengur ákaflega illa að koma upp ungum. Ólafur segir að fullorðnu fuglarnir séu þarna, þeir sjást jafnvel liggja á eggjum. En stundum hverfi öll eggin nema eitt og í sumum tilfellum er búið að setja hænuegg í staðinn. Eggja- og ungaþjófnaður var mjög áberandi snemma á níunda áratug síðustu aldar. „Þetta voru útlendingar og það var enginn túrismi byrjaður á þessum árstíma þegar þeir komu. Þessir menn voru mjög áberandi og fóru í sömu hreiður ár eftir ár. Þeir reyndu ekkert að leyna ferðum sínum til að byrja með,“ segir Ólafur. Þótt eggjaþjófnaðurinn sé ekki eins áberandi í dag er ekki þar með sagt að vandinn sé úr sögunni. Ólafur segir ekkert víst að það séu útlendingar sem taki eggin og karlmaðurinn sem var tekinn í fyrra var Íslendingur.„Ég veit að þessi óðöl eru heimsótt á hverju ári af mönnum sem eru íslenskir.“ Ólafur segir að eggjaþjófnaðurinn sé ekki eina hættan sem steðji að fálkanum. Þó að fuglinn hafi verið friðaður í meira en mannsaldur sé fjórðungur fugla, sem berist dauðir til stofnunarinnar og eru krufnir, með áverka sem bendi til þess að skotið hafi verið á þá. „Þrátt fyrir langa friðunarsögðu þá er herjað bæði á fullorðnu fuglana og eins er verið að steypa undan fálkum,“ segir Ólafur. Ólafur segir þó að miðað við þá mynd sem blasi við í Þingeyjarsýslu þá ógni hvorki eggjaþjófnaðurinn né skotárásirnar á fuglana stofninum. „En þetta er eitthvað sem á ekki að líðast,“ bætir hann við. Varp fugla er að hefjast um þessar mundir. Hrafninn og auðnutittlingurinn fara snemma af stað og eru líklegast byrjaðir. „Fálkinn er meðal annars einn af þeim fuglum sem verpa mjög snemma og síðan tekur ein tegundin við af annarri,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira