Sjáðu nýjan þátt um íslensku crossfit dæturnar: „Norrænu gyðjurnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 13:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir. Youtube/CrossFit® „Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira
„Velkomin í bakgarðinn minn,“ segir Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir fyrir framan Seljalandsfoss í upphafi nýs þáttar frá Crossfit samtökunum um okkar mögnuðu crossfit stjörnur. Þátturinn er gerður sem upphitun fyrir komandi heimsleika þar sem þær Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ætla sér stóra hluti eins og áður. Þátturinn heimsækir þær Söru, Anníe Mist og Katrínu Tönju til Íslands og sem áður eru þær frábær auglýsing fyrir Ísland og íslenskar íþróttakonur. Sara talar meðal annars um vonbrigði síðustu leika hjá sér þar sem hún náði ekki alveg metnaðarfullu markmiði sínu að komast enn á ný á pall á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar en Sara bíður enn eftir sínum fyrsta sigri. „Auðvitað vildi ég gera betur því mér fannst ég vera í betra formi en árið á undan. Mér fannst ég hafa möguleika til að bæta mig en svona er þetta bara. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu og þetta gerir mig ennþá staðráðnari í því að standa mig á næsta ári,“ sagði Sara.A brand new 30-minute episode of "Road to the Games" just dropped. Nordic Goddesses @IcelandAnnie@katrintanja@SaraSigmundsdothttps://t.co/SwGUXOT8KOpic.twitter.com/6Ey3DigJEN — The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 3, 2018 Næst er komið að Anníe Mist Þórisdóttur sem byrjar viðtalið á því að elda sér hafragraut. Anníe Mist talar um síðustu heimsleika þar sem hún náði þriðja sætinu og komst þar með í fimmta sinn á pall. „Ég er mjög ánægð með þriðja sætið þótt ég stefni alltaf á sigur. Það voru þó nokkrir sem héldu að ég væri útbrunnin og ætlaði bara að vera með. Ég mæti hinsvegar alltaf til að keppa um fyrsta sætið og mér fannst ég afsanna orð margra þarna,“ sagði Anníe Mist. Því næst er komið að Katrínu Tönju sem var mynduð við æfingar í sundlaug. Katrín Tanja talar þarna um það að hún hafi verið alltaf lítið heima á Íslandi. „Ég er búin að vera heima á Íslandi í sex vikur núna og það er frábært að komast aftur heim,“ sagði Katrín Tanja. Þátturinn skitpir síðan á milli þeirra þriggja og þá má einnig sjá Katrínu Tönju í matarboði hjá Anníe Mist. Þessi skemmtilega heimildarmynd er meira en 31 mínúta á lengd og hún gefur áhorfendanum sýn inn í heim íslensku crossfit dætranna sem eru stórstjörnur í crossfit heiminum og frábær landkynning fyrir Ísland. Myndina má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Sjá meira