Tiger mætir aftur á stærsta svið golfsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. apríl 2018 08:00 Tiger og Phil tóku æfingarhring saman og verða í sviðsljósinu um helgina en þeir háðu marga bardaga hér áður um stærstu titlana. vísir/getty Eitt frægasta golfmót heims hefst á morgun á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum en Masters-mótið er fyrsta af fjórum risamótum ársins og fyrsta merkið um að golftímabilið er komið á fullt. Verður þetta í 82. skiptið sem Masters-mótið fer fram en spænski kylfingurinn Sergio Garcia hefur titil að verja eftir að hafa unnið fyrsta risatitil sinn á ferlinum í fyrra. Keppt er um hinn sögufræga græna jakka en gullbjörninn Jack Nicklaus vann mótið oftast (6) þótt Tiger Woods sé ekki langt undan með fjóra jakka, líkt og Arnold Palmer. Verðlaunaféð er ellefu milljónir dollara sem skiptast meðal kylfinga, umtalsvert meira en á fyrsta mótinu þar sem heimamaðurinn Horton Smith fékk 1.500 dollara fyrir sigurinn en bandarískir kylfingar hafa sigrað 60 sinnum í 82 mótum. Fyrir mótið eru stærstu spurningarmerkin Tiger Woods, Rory McIlroy og Phil Mickelson en Bubba Watson, Dustin Johnson, Jordan Spieth og Justin Thomas og fleiri hafa augastað á sigri.Augu heimsins eru á Tiger Óhætt er að segja að flestir golfáhugamenn heims fylgist grannt með málum Tiger Woods á mótinu en þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimm árum sem hann er meðal keppanda á Augusta og í fyrsta sinn frá árinu 2015. Verður þetta í 21. skiptið á ferlinum sem Tiger er meðal þátttakenda en hann hefur aðeins einu sinni misst af niðurskurðinum, þá árið 1996 sem áhugamaður. Undanfarin ár hefur hann þurft að fylgjast með af hliðarlínunni á mótinu sem er í sérstöku uppáhaldi hjá honum á meðan hann hefur verið þjáður af meiðslum en hann virðist loksins vera laus við meiðsladrauginn. Hefur hann verið að spila afar vel á undanförnum mótum og blandað sér í toppbaráttuna á tveimur þeirra, hann var aðeins höggi frá því að kreista fram bráðabana á Valspars-mótinu á dögunum. Fylgdi hann því eftir með því að vera lengi vel í toppbaráttunni á Arnold Palmer-mótinu helgina eftir það en gaf eftir á lokasprettinum og þurfti að sætta sig við 5. sætið. Tiger hefur ekki unnið mót í tæp fimm ár eða allt frá ágúst 2013 en nýlega batt Phil Mickelson enda á svipaða bið eftir sigri á móti og vonast forráðamenn PGA-mótaraðarinnar og aðdáendur Tigers eflaust eftir því sama frá Tígrinum. Með góðu gengi hans undanfarnar vikur hafa áhorfendatölur og umfjöllun í tengslum við golf stóraukist. Veðbankarnir töldu Tiger líklegastan til að sigra á Masters-mótinu eftir góða spilamennsku en hann er nú talinn fimmti líklegasti ytra.Grænn fer Norður-Írum vel Norður-Írinn Rory McIlroy vann fyrsta golfmót sitt í átján mánuði á dögunum sem gæti verið góður fyrirboði fyrir McIlroy sem vantar aðeins Masters-titilinn til að klára alslemmuna (e. grand slam) í golfi, að hafa unnið alla fjóra risatitlana. Aðeins Nicklaus, Woods, Ben Hogan, Gary Player og Gene Sarazen hafa unnið alla fjóra risatitlana en McIlroy, Spieth og Mickelson vantar alla aðeins einn titil í safnið til að ná því. Besti árangur McIlroy á Masters-mótinu kom árið 2015 þegar hann hafnaði í 4. sæti er Spieth setti vallarmet. Fjórum árum áður var Rory með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn en glutraði því eftirminnilega niður og hafnaði í 15. sæti.Lefty getur náð Tiger Annar heimsfrægur kylfingur sem er vongóður um að góð spilamennska undanfarinna vikna skili sér í nýjum grænum jakka er Phil Mickelson, örvhenti reynsluboltinn sem á þrjá græna jakka. Lengi vel var Masters-mótið eina risamótið sem hann hafði unnið á ferlinum, árið 2004, 2006 og 2010 en undanfarin tvö ár hefur gengið erfiðlega á mótinu hjá kylfingnum sem kallaður er Lefty. Missti hann af niðurskurðinum á Masters árið 2016, á sama tíma og hann átti í erfiðleikum á PGA-mótaröðinni en sigur hans á WGC Meistaramótinu í Mexíkó á dögunum ætti að gefa honum aukið sjálfstraust inn í mótið.Justin og Dustin líklegir Þó að mesta athyglin sé á spilamennsku Tigers, Rory og Phils skyldi enginn afskrifa kylfinga á borð við Jordan Spieth, Justin Thomas, Dustin Johnson og Bubba Watson. Tveir þeirra, Bubba og Jordan, þekkja það að klæðast græna jakkanum og vann Bubba mótið tvisvar á þremur árum, árin 2012 og 2014. Eini sigur Jordans á mótinu kom árið 2015 en þá jafnaði hann vallarmet Tigers er hann kom í hús á átján höggum undir pari. Dustin og Justin, efstu tveir kylfingar heimslistans, eru svo alltaf líklegir en Justin Thomas hefur unnið sjö mót á undanförnum átján mánuðum. Hvernig sem fer um helgina má búast við frábærri spilamennsku og spennu á einu skemmtilegasta móti ársins. Birtist í Fréttablaðinu Golf Tengdar fréttir Fólki hent af vellinum á Masters sem öskrar "Dilly dilly“ Áhorfendur á Masters þurfa að vanda orðaval sitt sérstaklega vel því annars eiga þeir það á hættu að vera vísað af Augusta-golfvellinum. 4. apríl 2018 23:30 Garcia bauð upp á köku frá eiginkonunni í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins Það er haldið fast í hefðirnar á Masters-mótinu í golfi og í gær var komið að Spánverjanum Sergio Garcia að bjóða til veislu. 4. apríl 2018 15:00 Tiger á „fjarlæga möguleika á sigri“ á Masters mótinu Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er fyrsta risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. 4. apríl 2018 19:30 Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23 Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira
Eitt frægasta golfmót heims hefst á morgun á Augusta-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum en Masters-mótið er fyrsta af fjórum risamótum ársins og fyrsta merkið um að golftímabilið er komið á fullt. Verður þetta í 82. skiptið sem Masters-mótið fer fram en spænski kylfingurinn Sergio Garcia hefur titil að verja eftir að hafa unnið fyrsta risatitil sinn á ferlinum í fyrra. Keppt er um hinn sögufræga græna jakka en gullbjörninn Jack Nicklaus vann mótið oftast (6) þótt Tiger Woods sé ekki langt undan með fjóra jakka, líkt og Arnold Palmer. Verðlaunaféð er ellefu milljónir dollara sem skiptast meðal kylfinga, umtalsvert meira en á fyrsta mótinu þar sem heimamaðurinn Horton Smith fékk 1.500 dollara fyrir sigurinn en bandarískir kylfingar hafa sigrað 60 sinnum í 82 mótum. Fyrir mótið eru stærstu spurningarmerkin Tiger Woods, Rory McIlroy og Phil Mickelson en Bubba Watson, Dustin Johnson, Jordan Spieth og Justin Thomas og fleiri hafa augastað á sigri.Augu heimsins eru á Tiger Óhætt er að segja að flestir golfáhugamenn heims fylgist grannt með málum Tiger Woods á mótinu en þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimm árum sem hann er meðal keppanda á Augusta og í fyrsta sinn frá árinu 2015. Verður þetta í 21. skiptið á ferlinum sem Tiger er meðal þátttakenda en hann hefur aðeins einu sinni misst af niðurskurðinum, þá árið 1996 sem áhugamaður. Undanfarin ár hefur hann þurft að fylgjast með af hliðarlínunni á mótinu sem er í sérstöku uppáhaldi hjá honum á meðan hann hefur verið þjáður af meiðslum en hann virðist loksins vera laus við meiðsladrauginn. Hefur hann verið að spila afar vel á undanförnum mótum og blandað sér í toppbaráttuna á tveimur þeirra, hann var aðeins höggi frá því að kreista fram bráðabana á Valspars-mótinu á dögunum. Fylgdi hann því eftir með því að vera lengi vel í toppbaráttunni á Arnold Palmer-mótinu helgina eftir það en gaf eftir á lokasprettinum og þurfti að sætta sig við 5. sætið. Tiger hefur ekki unnið mót í tæp fimm ár eða allt frá ágúst 2013 en nýlega batt Phil Mickelson enda á svipaða bið eftir sigri á móti og vonast forráðamenn PGA-mótaraðarinnar og aðdáendur Tigers eflaust eftir því sama frá Tígrinum. Með góðu gengi hans undanfarnar vikur hafa áhorfendatölur og umfjöllun í tengslum við golf stóraukist. Veðbankarnir töldu Tiger líklegastan til að sigra á Masters-mótinu eftir góða spilamennsku en hann er nú talinn fimmti líklegasti ytra.Grænn fer Norður-Írum vel Norður-Írinn Rory McIlroy vann fyrsta golfmót sitt í átján mánuði á dögunum sem gæti verið góður fyrirboði fyrir McIlroy sem vantar aðeins Masters-titilinn til að klára alslemmuna (e. grand slam) í golfi, að hafa unnið alla fjóra risatitlana. Aðeins Nicklaus, Woods, Ben Hogan, Gary Player og Gene Sarazen hafa unnið alla fjóra risatitlana en McIlroy, Spieth og Mickelson vantar alla aðeins einn titil í safnið til að ná því. Besti árangur McIlroy á Masters-mótinu kom árið 2015 þegar hann hafnaði í 4. sæti er Spieth setti vallarmet. Fjórum árum áður var Rory með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn en glutraði því eftirminnilega niður og hafnaði í 15. sæti.Lefty getur náð Tiger Annar heimsfrægur kylfingur sem er vongóður um að góð spilamennska undanfarinna vikna skili sér í nýjum grænum jakka er Phil Mickelson, örvhenti reynsluboltinn sem á þrjá græna jakka. Lengi vel var Masters-mótið eina risamótið sem hann hafði unnið á ferlinum, árið 2004, 2006 og 2010 en undanfarin tvö ár hefur gengið erfiðlega á mótinu hjá kylfingnum sem kallaður er Lefty. Missti hann af niðurskurðinum á Masters árið 2016, á sama tíma og hann átti í erfiðleikum á PGA-mótaröðinni en sigur hans á WGC Meistaramótinu í Mexíkó á dögunum ætti að gefa honum aukið sjálfstraust inn í mótið.Justin og Dustin líklegir Þó að mesta athyglin sé á spilamennsku Tigers, Rory og Phils skyldi enginn afskrifa kylfinga á borð við Jordan Spieth, Justin Thomas, Dustin Johnson og Bubba Watson. Tveir þeirra, Bubba og Jordan, þekkja það að klæðast græna jakkanum og vann Bubba mótið tvisvar á þremur árum, árin 2012 og 2014. Eini sigur Jordans á mótinu kom árið 2015 en þá jafnaði hann vallarmet Tigers er hann kom í hús á átján höggum undir pari. Dustin og Justin, efstu tveir kylfingar heimslistans, eru svo alltaf líklegir en Justin Thomas hefur unnið sjö mót á undanförnum átján mánuðum. Hvernig sem fer um helgina má búast við frábærri spilamennsku og spennu á einu skemmtilegasta móti ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Tengdar fréttir Fólki hent af vellinum á Masters sem öskrar "Dilly dilly“ Áhorfendur á Masters þurfa að vanda orðaval sitt sérstaklega vel því annars eiga þeir það á hættu að vera vísað af Augusta-golfvellinum. 4. apríl 2018 23:30 Garcia bauð upp á köku frá eiginkonunni í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins Það er haldið fast í hefðirnar á Masters-mótinu í golfi og í gær var komið að Spánverjanum Sergio Garcia að bjóða til veislu. 4. apríl 2018 15:00 Tiger á „fjarlæga möguleika á sigri“ á Masters mótinu Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er fyrsta risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. 4. apríl 2018 19:30 Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23 Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira
Fólki hent af vellinum á Masters sem öskrar "Dilly dilly“ Áhorfendur á Masters þurfa að vanda orðaval sitt sérstaklega vel því annars eiga þeir það á hættu að vera vísað af Augusta-golfvellinum. 4. apríl 2018 23:30
Garcia bauð upp á köku frá eiginkonunni í eftirsóttasta matarboði íþróttaheimsins Það er haldið fast í hefðirnar á Masters-mótinu í golfi og í gær var komið að Spánverjanum Sergio Garcia að bjóða til veislu. 4. apríl 2018 15:00
Tiger á „fjarlæga möguleika á sigri“ á Masters mótinu Mastersmótið í golfi hefst á morgun. Þetta sögufræga mót er fyrsta risamót ársins í golfinu og er eftirvæntingin fyrir mótinu mikil. 4. apríl 2018 19:30
Ástrali og Englendingur spila með Tiger fyrstu tvo dagana á Mastersmótinu Nú er ljóst hverjir spila saman á fyrstu tveimur dögum Mastersmótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn kemur en þetta er fyrsta risamót ársins 2018. 3. apríl 2018 16:23
Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Tiger Woods segir að það sé einfaldlega bilun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. 4. apríl 2018 08:00