Fótbolti

KSÍ og FIFA auglýsa í sameiningu eftir starfsmanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA. Vísir/Getty
Hefur þig dreymt um að vera bæði starfsmaður KSÍ og FIFA. Ef svo er þá er tækifærið núna.

Atvinnuauglýsing á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands vekur nokkra athygli en þar auglýsa  KSÍ og Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, í sameiningu eftir starfsmanni.

Starfið er tímabundið en starfshlutfallið hundrað prósent. Markmiðið er að ráða öflugan einstakling tímabundið á skrifstofu sambandsins vegna samstarfsverkefnis FIFA og KSÍ um frekari þróun á kvennaknattspyrnu.

Helstu verkefni:

- Greiningarvinna á leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna.

- Starfsemi tengd leyfiskerfi KSÍ

- Vinna við reglugerðir

- Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

- Lögfræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi

- Góð þekking á knattspyrnu og helst bakgrunnur innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

- Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á íslensku og ensku.

- Góð þekking á forritum Office og hvers kyns tölvuvinnslu

- Skipulagshæfni og nákvæmni í starfi.

- Góð samskiptafærni

Starfið er tímabundið frá 1. júní til 31. desember 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×