Teitur Örlygs um Matthías Orra: „Eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2018 14:30 Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4 Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Teitur Örlygsson, tífaldur Íslandsmeistari, gagnrýndi Matthías Orra Sigurðarson, lykilleikmann ÍR, í Körfuboltakvöldi eftir tapleik ÍR-liðsins á móti Tindastól í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í gær. Matthías Orri hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni í deildarkeppninni í úrslitakeppninni og er með mun lægri tölur þar en fyrr í vetur. „Ég hef smá áhyggjur af Matta Sig. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn ef ekki sá besti hjá ÍR-ingum í allan vetur. Það er eins og honum líði ekkert vel. Það er ekki sami hraði, ekki sama gleði í kringum hann,“ sagði Teitur Örlygsson. „Þetta er nákvæmlega eins leikur og síðasti leikur á móti Stjörnunni. Matthías átti skelfilegan leik þá. Hann skoraði samt sem áður einhver sex til sjö stig í síðasta leikhlutanum og gerði mjög vel þar og þeir vinna leikinn,“ sagði Teitur. Matthías var reyndar með 19 stig og 80 prósent skotnýtingu í fyrsta leik úrslitakeppninnar sem ÍR vann en eftir að leiðindin komu upp á milli félaganna eftir innbrotið í klefa Stjörnumanna þá hefur Matthías ekki verið svipur hjá sjón. „Þegar öll þessi leiðindi og þetta kjaftæði byrjaði í Stjörnuseríunni þá er eins og Matti hafi stigið til hliðar. Það er eins og hann nenni ekki að taka þátt í þessu, ég veit það ekki. Hann er ekki líkur sér. ÍR á enga möguleika í að vinna Tindastól fyrr en þetta breytist hjá Matta ,“ sagði Teitur Leikurinn í gær var fjórði leikurinn í röð þar sem Matthías nær ekki tíu framlagsstigum en hann var aðeins með þrjá leiki undir tíu í framlagi í allri deildarkeppninni. Annað sem hefur vakið athygli er skelfileg vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni. Hann nýtti 71 prósent vítanna í deildarkeppninni en vítanýting hans í úrslitakeppninni er aðeins 29,6 prósent (8 af 27). Sem dæmi var versta vítanýting Shaquille O'Neal í úrslitakeppni NBA (þar sem Shaq tók meira en fimm víti) var 33,3 prósent (9 af 27 með Miami Heat 2006-07) en það er aðeins betri en vítanýting Matthíasar í úrslitakeppninni til þessa. Matthías klikkaði meðal annars á tólf vítaskotum í röð frá fyrsta leiknum á móti Stjörnunni þar til að hann setti loksins niður vítaskot í gær. Það er ljóst að Matthías Orri þarf að koma sterkur inn í næstu leikjum ætli ÍR-ingar sér að komast eitthvað lengra í úrslitakeppninni. Það má sjá það sem Teitur Örlygsson sagði í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá tölfræðina hjá Matthíasi.Lægsta framlag Matthíasar í einum leik í Domino´s deildinni í vetur 2 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 2 (tap) 3 framlagsstig í deildinni á móti Stjörnunni (tap) 5 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Tindastól, leikur 1 (tap) 6 framlagsstig í deildinni á móti Val (tap) 7 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 4 (sigur) 9 framlagsstig í úrslitakeppninni á móti Stjörnunni, leikur 3 (sigur) 9 framlagsstig í deildinni á móti Haukum (sigur) ---Framlag og skotnýting Matthíasar í leikjum úrslitakeppninnar:1. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 19 í framlagi og 80 prósent skotnýting (8 af 10)2. leikur á móti Stjörnunni (tap) 2 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)3. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 9 í framlagi og 38 prósent skotnýting (5 af 13)4. leikur á móti Stjörnunni (sigur) 7 í framlagi og 37,5 prósent skotnýting (6 af 16)1. leikur á móti Tindastól (tap) 5 í framlagi og 23 prósent skotnýting (3 af 13) ---Breyting á meðaltölum Matthíasar OrraStig í leik Deild: 16,7 Úrslitakeppni: 14,4Fráköst í leik Deild: 5,6 Úrslitakeppni: 4,2Stoðsendingar í leik Deild: 6,0 Úrslitakeppni: 4,0Stolnir boltar í leik Deild: 1,5 Úrslitakeppni: 0,6Vítanýting Deild: 71,4% Úrslitakeppni: 29,6%Framlag í leik Deild: 17,3 Úrslitakeppni: 8,4
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti