Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2018 14:39 Alexei Miller, forstjóri orkurisans Gazprom, (t.v.) er á lista Bandaríkjastjórnar yfir rússneska ólígarka. Hann gæti orðið einn af þeim sem fá að kenna á refsiaðgerðunum. Vísir/AFP Búist er við því að Bandaríkjastjórn tilkynni um refsiaðgerðir gegn rússneskum auðjöfrum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í þessari viku. Refsiaðgerðirnar eiga að verða þær hörðustu gegn ólígörkunum svonefndu fram að þessu.Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar komi til með að hafa áhrif á suma nána bandamenn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Refsiaðgerðirnar hvíla á grunni laga sem bandarískir þingmenn samþykktu nær einróma sem áttu að refsa Rússum fyrir afskipti af kosningunum, innlimun Krímskaga árið 2014 og aðild þeirra að borgarastríðinu í Sýrlandi. Áður hafði Bandaríkjastjórn gripið til refsiaðgerða gegn nítján einstaklingum og fimm stofnunum í mars vegna tölvuárása Rússa undanfarin tvö ár. Þær aðgerðir voru gagnrýndar fyrir að ná ekki til ólígarkanna og embættismanna í rússnesku ríkisstjórninni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ragur við að gagnrýna Pútín eða Rússa opinberlega, jafnvel þó að ríkisstjórn hans hafi gripið til aðgerða sem þessara. Hann hefur talað um mikilvægi þess að bæta samskiptin við Rússa.Saksóknarar hafa yfirheyrt ólígarka í tengslum við Rússarannsóknina Sakamálarannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Rússar hafa neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Trump hefur margendurtekið kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu hefur undanfarið stöðvað að minnsta kosti tvo rússneska auðjöfra sem hafa komið til Bandaríkjanna og yfirheyrt þá. Á meðal þess sem Mueller er sagður kanna er hvort að fé hafi verið veitt í gegnum ólígarkana eða bandaríska milliliði til framboðs Trump. Bandarísk stjórnmálaframboð mega ekki taka við styrkjum frá erlendum aðilum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Búist er við því að Bandaríkjastjórn tilkynni um refsiaðgerðir gegn rússneskum auðjöfrum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016 í þessari viku. Refsiaðgerðirnar eiga að verða þær hörðustu gegn ólígörkunum svonefndu fram að þessu.Reuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar komi til með að hafa áhrif á suma nána bandamenn Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Refsiaðgerðirnar hvíla á grunni laga sem bandarískir þingmenn samþykktu nær einróma sem áttu að refsa Rússum fyrir afskipti af kosningunum, innlimun Krímskaga árið 2014 og aðild þeirra að borgarastríðinu í Sýrlandi. Áður hafði Bandaríkjastjórn gripið til refsiaðgerða gegn nítján einstaklingum og fimm stofnunum í mars vegna tölvuárása Rússa undanfarin tvö ár. Þær aðgerðir voru gagnrýndar fyrir að ná ekki til ólígarkanna og embættismanna í rússnesku ríkisstjórninni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið ragur við að gagnrýna Pútín eða Rússa opinberlega, jafnvel þó að ríkisstjórn hans hafi gripið til aðgerða sem þessara. Hann hefur talað um mikilvægi þess að bæta samskiptin við Rússa.Saksóknarar hafa yfirheyrt ólígarka í tengslum við Rússarannsóknina Sakamálarannsókn stendur nú yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld árið 2016. Rússar hafa neitað því að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar og Trump hefur margendurtekið kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, sem stýrir Rússarannsókninni svonefndu hefur undanfarið stöðvað að minnsta kosti tvo rússneska auðjöfra sem hafa komið til Bandaríkjanna og yfirheyrt þá. Á meðal þess sem Mueller er sagður kanna er hvort að fé hafi verið veitt í gegnum ólígarkana eða bandaríska milliliði til framboðs Trump. Bandarísk stjórnmálaframboð mega ekki taka við styrkjum frá erlendum aðilum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Lagaleg staða forsetans gæti hins vegar breyst hratt, ekki síst ef hann kýs að veita saksóknurum Rússarannsóknarinnar viðtal. 4. apríl 2018 15:18
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Enn rífst Trump og skammast á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hellti í dag og í gær úr skálum reiði sinnar vegna rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 18. mars 2018 21:30
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48