Handbolti

Gerður í tveggja leikja bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Berta Rut var borin af velli í gær
Berta Rut var borin af velli í gær vísir/skjáskot
Valskonan Gerður Arinbjarnar hefur verið dæmd í tveggja leikja bann af Aganefnd HSÍ fyrir brot á Bertu Rut Harðardóttur í leik Vals og Hauka á Hlíðarenda í gær.

Gerður fékk beint rautt spjald snemma í seinni hálfleik leiksins og þurfti að bera Bertu út af á börum eftir brotið.

Sjá einnig:Berta komin í gifs eftir atvikið skelfilega | Myndband

Aganefnd fundaði vegna málsins í dag og var niðurstaða hennar að Gerður sé úrskurðuð í tveggja leikja bann vegna „grófs og gáleysislegs brots.“

Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi á morgun og missir Gerður því af næstu tveimur leikjum Vals. Valur vann leikinn í gærkvöld og leiðir einvígið gegn Haukum því 1-0 í undanúrslitum Olís deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×