Golf

Spieth leiðir Masters eftir fimm fugla í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Spieth spilaði frábært golf í dag
Spieth spilaði frábært golf í dag visir/getty
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir Mastersmótið í golfi eftir fyrsta keppnisdag á Augusta National vellinum. Mótið er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu.

Spieth spilaði frábæran hring í dag og fékk fimm fugla í röð á 13. - 17. holu. Hann lenti í smá ógöngum á síðustu holunni og fékk skolla þar en endaði leik á sex höggum undir pari.





Hann er með tveggja högga forystu á Tony Finau og Matt Kuchar sem fóru báðir hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari.

Tiger Woods lauk leik á einu höggi yfir pari sem skilaði honum í 29. - 41. sæti. Norður-írinn Rory McIlroy lauk leik á þremur höggum undir pari líkt og sex aðrir kylfingar.

Einn sigurstranglegasti kylfingurinn, Bubba Watson, er líkt og Woods á einu höggi yfir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk einn fugl, tvo skolla og paraði rest.

Phil Mickelson er á tveimur höggum undir pari og Justin Thomas er tveimur höggum yfir pari.





Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 19:00 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×