Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 12:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 var lögð fram á miðvikudag. Þegar við spurðum Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að því hvað það væri helst í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún væri ánægðust með þá nefndi hún umhverfismálin sérstaklega. Þessi áhersla á umhverfismálin á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála. Breytingar eru til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist í loftslagsmálum með Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum. 1,2 milljarða árlega í ríkissjóðÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram skýr vilji til hækkunar kolefnisgjalds sem leggst ofan á bensín í því skyni að stuðla að samdrætti koltvísýringslosunar. Í upphafi árs var gjaldið hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. Þá er stefnt að því að breyta skattkerfi ökutækja og eldsneytis þannig að það verði í samræmi við tillögur starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Með ýmsum þeim breytingum sem hópurinn leggur til eru heimili og fyrirtæki hvött enn frekar til að velja slíka umhverfisvæna bíla. Meðal annars er lagt til að skattar af öflun óumhverfisvænna bíla verði endurgreiddir að hluta við förgun þeirra eða þegar þeir eru seldir úr landi. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi. Neytendur Umhverfismál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 var lögð fram á miðvikudag. Þegar við spurðum Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að því hvað það væri helst í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem hún væri ánægðust með þá nefndi hún umhverfismálin sérstaklega. Þessi áhersla á umhverfismálin á sér margar birtingarmyndir í fjármálaáætlun en stefnt er að því að beita skattkerfinu í þágu loftslagsmála. Breytingar eru til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist í loftslagsmálum með Kýótó-bókuninni og Parísarsamningnum. 1,2 milljarða árlega í ríkissjóðÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram skýr vilji til hækkunar kolefnisgjalds sem leggst ofan á bensín í því skyni að stuðla að samdrætti koltvísýringslosunar. Í upphafi árs var gjaldið hækkað um 50 prósent. Eftir hækkunina er kolefnisgjaldið 12,60 krónur á lítrann af dísel og 11 krónur á bensíni. Í fjármálaáætlun kemur fram að stefnt sé að því hækka gjaldið um 10 prósent til viðbótar á næsta ári og fylgja þeirri hækkun eftir með annarri 10 prósent hækkun árið 2020. Gert er ráð fyrir að hvor hækkun um sig skili ríkissjóði um 600 milljónum króna árlega. Þá er stefnt að því að breyta skattkerfi ökutækja og eldsneytis þannig að það verði í samræmi við tillögur starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Þannig mun losunarviðmið, sem ráða skatthlutfalli vörugjalds á nýja bíla, verða hert með hliðsjón af þróun meðallosunar nýrra bíla og markmiða sem evrópskum bílaframleiðendum er gert að ná. Með ýmsum þeim breytingum sem hópurinn leggur til eru heimili og fyrirtæki hvött enn frekar til að velja slíka umhverfisvæna bíla. Meðal annars er lagt til að skattar af öflun óumhverfisvænna bíla verði endurgreiddir að hluta við förgun þeirra eða þegar þeir eru seldir úr landi. Af þessu leiðir er ljóst að á næstu árum mun bensínverð hækka samhliða hækkun kolefnisgjalds og því minna sem bílar losa af koltvísýringi, því lægra verður vörugjaldið og því ódýrari verða þeir í innflutningi.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira