Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 13:00 Álfurstinn Oleg Deripaska er sagður einn þeirra sem refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar ná til. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag um refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðkýfingum með náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Alls beinast aðgerðirnar að 24 rússneskum einstaklingum og fjórtán stofnunum.Bandaríska blaðið Politico segir að á meðal þeirra séu Oleg Deripaska, milljarðamæringur, sem er sagður hafa tengsl við Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort er einn þeirra sem hefur verið ákærður í svonefndri Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þá beinast aðgerðirnar að Kirill Shamalov, tengdasyni Pútín. New York Times segir að auk ólígarkanna sjö séu sautján háttsettir embættismenn skotmark aðgerðanna. „Rússneska ríkisstjórnin starfar sérstaklega til hagsbóta ólígarka og opinberrar valdastéttar. Rússneskir ólígarkar og valdastétt sem hefur hagnast á þessu spillta kerfi verða ekki lengur einangraðir frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar þeirra til að valda óstöðugleika,“ segir Steven Mnuchin, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fyrirtækin sem aðgerðirnar ná til séu í eigu ólígarkanna en einnig sé þar á meðal vopnasölufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins og fjármálastofnun. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar nú séu vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Eigur ólígarkanna í Bandaríkjunum eru frystar og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við þá.Rannsaka mögulega aðkomu ólígarka að kosningaafskiptunumReuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um í dag séu þær hörðustu sem Bandaríkjastjórn hefur gripið til gegn Rússum fram að þessu vegna tilrauna til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld refsað nítján Rússum og fimm stofnunum, þar á með rússneskum leyniþjónustustofnunum, vegna tölvuárása.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Rannsókn Mueller er meðal annars sögð beinast að því hvort að rússneskir ólígarkar hafi veitt fé inn í framboð Trump, mögulega í gegnum bandaríska milliliði, fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Slíkt er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti í dag um refsiaðgerðir gegn sjö rússneskum auðkýfingum með náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum árið 2016. Alls beinast aðgerðirnar að 24 rússneskum einstaklingum og fjórtán stofnunum.Bandaríska blaðið Politico segir að á meðal þeirra séu Oleg Deripaska, milljarðamæringur, sem er sagður hafa tengsl við Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort er einn þeirra sem hefur verið ákærður í svonefndri Rússarannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þá beinast aðgerðirnar að Kirill Shamalov, tengdasyni Pútín. New York Times segir að auk ólígarkanna sjö séu sautján háttsettir embættismenn skotmark aðgerðanna. „Rússneska ríkisstjórnin starfar sérstaklega til hagsbóta ólígarka og opinberrar valdastéttar. Rússneskir ólígarkar og valdastétt sem hefur hagnast á þessu spillta kerfi verða ekki lengur einangraðir frá afleiðingum aðgerða ríkisstjórnar þeirra til að valda óstöðugleika,“ segir Steven Mnuchin, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna.Fréttastofa ABC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að fyrirtækin sem aðgerðirnar ná til séu í eigu ólígarkanna en einnig sé þar á meðal vopnasölufyrirtæki í eigu rússneska ríkisins og fjármálastofnun. Haft er eftir bandarískum embættismönnum að aðgerðirnar nú séu vegna „illviljaðra aðgerða“ Rússa um allan heim. Eigur ólígarkanna í Bandaríkjunum eru frystar og Bandaríkjamönnum bannað að eiga viðskipti við þá.Rannsaka mögulega aðkomu ólígarka að kosningaafskiptunumReuters-fréttastofan segir að aðgerðirnar sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um í dag séu þær hörðustu sem Bandaríkjastjórn hefur gripið til gegn Rússum fram að þessu vegna tilrauna til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld refsað nítján Rússum og fimm stofnunum, þar á með rússneskum leyniþjónustustofnunum, vegna tölvuárása.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Rannsókn Mueller er meðal annars sögð beinast að því hvort að rússneskir ólígarkar hafi veitt fé inn í framboð Trump, mögulega í gegnum bandaríska milliliði, fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Slíkt er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39
Rússneskir auðkýfingar yfirheyrðir í Rússarannsókninni Einn rússneskur ólígarki var stöðvaður á flugvelli í New York og leitað var í raftækjum hans. 5. apríl 2018 10:48
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent