Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2018 16:30 Arnar Guðjónsson við undirskriftina í dag. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Domino´s-deildinni.Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem þjálfaði liðið í fjögur ár en undir hans stjórn datt liðið út í átta liða úrslitum fyrir ÍR í síðasta mánuði. „Þeir höfðu samband við mig á Skírdag og vildu ræða við mig. Ég kom á þriðjudagskvöldið. Við funduðum og ræddum saman og nú er ég spenntur fyrir verkefninu sem er fram undan,“ segir Arnar sem lét af störfum sem þjálfari Kanínanna síðasta vor og hefur ekki þjálfað félagslið síðan. „Ég er bara búinn að hafa það nokkuð gott í vetur. Ég er bara búinn að vera með landsliðinu. Þetta er fyrsti veturinn í tólf ár sem ég er ekki að þjálfa félagslið. Ég ferðaðist því aðeins og fékk að skoða æfingar hjá félögum annars staðar. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt en ég hlakka til að komast aftur á parketið,“ segir Arnar.Arnar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari.Vísir/BáraÖflugir yngri flokkar Þrátt fyrir dapran árangur Stjörnunnar í vetur er liðið vel mannað með öfluga yngri flokka og því spennandi tímar fram undan hjá Arnari. „Þetta er mjög spennandi. Stjarnan sem ungmennafélag virðist mjög sterkt. Yngri flokkarnir eru mjög stórir, efniviðurinn mikill og árgangarnir stórir,“ segir Arnar. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri að byggja á uppöldum strákum. Það er auðveldara að segja en að framkvæmda. „Við ætlum að reyna að skoða hópinn sem er fyrir og aðeins að reyna að styrkja hann ef tækifæri gefst til. Það þarf samt að huga að innviðunum. Við erum með flokk sem varð Scania-meistari núna fyrir nokkrum dögum og svo eru rosalega stórir árgangar að koma upp,“ segir Arnar. „Því stærri sem árgangarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað gott komi út úr þeim, sérstaklega ef aðhaldið er gott. Það þarf að halda vel á spilunum í gegnum allt félagið ef svona stefna á að geta gengið eftir. Það er alveg á hreinu. Við erum spenntir að láta reyna á þetta,“ segir Arnar Guðjónsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Arnar Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Domino´s-deildinni.Arnar tekur við starfinu af Hrafni Kristjánssyni sem þjálfaði liðið í fjögur ár en undir hans stjórn datt liðið út í átta liða úrslitum fyrir ÍR í síðasta mánuði. „Þeir höfðu samband við mig á Skírdag og vildu ræða við mig. Ég kom á þriðjudagskvöldið. Við funduðum og ræddum saman og nú er ég spenntur fyrir verkefninu sem er fram undan,“ segir Arnar sem lét af störfum sem þjálfari Kanínanna síðasta vor og hefur ekki þjálfað félagslið síðan. „Ég er bara búinn að hafa það nokkuð gott í vetur. Ég er bara búinn að vera með landsliðinu. Þetta er fyrsti veturinn í tólf ár sem ég er ekki að þjálfa félagslið. Ég ferðaðist því aðeins og fékk að skoða æfingar hjá félögum annars staðar. Það var skemmtilegt og lærdómsríkt en ég hlakka til að komast aftur á parketið,“ segir Arnar.Arnar Guðjónsson er aðstoðarlandsliðsþjálfari.Vísir/BáraÖflugir yngri flokkar Þrátt fyrir dapran árangur Stjörnunnar í vetur er liðið vel mannað með öfluga yngri flokka og því spennandi tímar fram undan hjá Arnari. „Þetta er mjög spennandi. Stjarnan sem ungmennafélag virðist mjög sterkt. Yngri flokkarnir eru mjög stórir, efniviðurinn mikill og árgangarnir stórir,“ segir Arnar. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, sagði á blaðamannafundinum í dag að stefnan væri að byggja á uppöldum strákum. Það er auðveldara að segja en að framkvæmda. „Við ætlum að reyna að skoða hópinn sem er fyrir og aðeins að reyna að styrkja hann ef tækifæri gefst til. Það þarf samt að huga að innviðunum. Við erum með flokk sem varð Scania-meistari núna fyrir nokkrum dögum og svo eru rosalega stórir árgangar að koma upp,“ segir Arnar. „Því stærri sem árgangarnir eru því meiri líkur eru á að eitthvað gott komi út úr þeim, sérstaklega ef aðhaldið er gott. Það þarf að halda vel á spilunum í gegnum allt félagið ef svona stefna á að geta gengið eftir. Það er alveg á hreinu. Við erum spenntir að láta reyna á þetta,“ segir Arnar Guðjónsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Arnar Guðjónsson tekur við Stjörnuliðinu Stjörnumenn hafa ráðið aðstoðarlandsliðsþjálfarann sem þjálfara liðsins fyrir næsta tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta. 6. apríl 2018 13:30