Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Það var Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands sem stóð að stofnun Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið/Ernir Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti svo að skattaumhverfi fyrir þá styrki sem háskólar fá sé sambærilegt við skattaumhverfið í þeim löndum sem Íslendingar vilja helst bera sig saman við. Þetta segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands, sem styrkir stúdenta til náms við Háskóla Íslands, greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið erlendis gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Ari segir að Eimskipssjóðurinn hafi sérstöðu vegna þess að úr þeim sjóði sé fyrst og fremst úthlutað af tekjum sem fást með ávöxtun sjóðsins. Fjármagnstekjuskatturinn leggst á fjármagnstekjur af sjóðnum sjálfum og skerðir þá upphæð sem hægt er að úthluta á hverju ári. Fjármagnstekjuskattur hafi hins vegar takmörkuð áhrif á framlög eða sjóði þar sem gengið er á höfuðstólinn. „Hitt er að í mörgum löndum er það þannig að fyrirtæki eða einstaklingar sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi fá oft veittan skattaafslátt á móti. Þetta er til dæmis ein af driffjöðrunum í Bandaríkjunum þar sem gríðarlega miklir fjármunir koma frá atvinnulífinu og einstaklingum til að styðja við þá öflugu háskólastarfsemi og rannsóknarstarfsemi sem þar fer fram,“ segir Ari. Það sé mjög mikilvægt fyrir háskóla- og vísindastarf á Íslandi að breyta skattaumhverfinu í átt að því sem best gerist í öðrum löndum. Ari Kristinn Jónsson rektor„Það væri mjög áhugavert að taka þessa umræðu og færa hana upp á almennara plan, að horfa til fjármagnstekjuskattsins, að horfa til skattaafsláttar fyrir framlög í sjóði eða annað sem styrkir háskólastarfsemi og síðast en ekki síst á virðisaukaskatt og aðra skatta sem leggjast á starfsemi sem er studd beint af framlögum úr samkeppnissjóðum eða slíku,“ segir Ari. Hann segir að það sé áhugi hjá yfirvöldum fyrir því bæta úr. Málið hefur meðal annars verið sett á stefnuskrá hjá Vísinda- og tækniráði sem mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Ég held að stjórnvöld myndu ekki sjá eftir viðbótaraurum í góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi og háskólastarfsemi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti svo að skattaumhverfi fyrir þá styrki sem háskólar fá sé sambærilegt við skattaumhverfið í þeim löndum sem Íslendingar vilja helst bera sig saman við. Þetta segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands, sem styrkir stúdenta til náms við Háskóla Íslands, greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið erlendis gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Ari segir að Eimskipssjóðurinn hafi sérstöðu vegna þess að úr þeim sjóði sé fyrst og fremst úthlutað af tekjum sem fást með ávöxtun sjóðsins. Fjármagnstekjuskatturinn leggst á fjármagnstekjur af sjóðnum sjálfum og skerðir þá upphæð sem hægt er að úthluta á hverju ári. Fjármagnstekjuskattur hafi hins vegar takmörkuð áhrif á framlög eða sjóði þar sem gengið er á höfuðstólinn. „Hitt er að í mörgum löndum er það þannig að fyrirtæki eða einstaklingar sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi fá oft veittan skattaafslátt á móti. Þetta er til dæmis ein af driffjöðrunum í Bandaríkjunum þar sem gríðarlega miklir fjármunir koma frá atvinnulífinu og einstaklingum til að styðja við þá öflugu háskólastarfsemi og rannsóknarstarfsemi sem þar fer fram,“ segir Ari. Það sé mjög mikilvægt fyrir háskóla- og vísindastarf á Íslandi að breyta skattaumhverfinu í átt að því sem best gerist í öðrum löndum. Ari Kristinn Jónsson rektor„Það væri mjög áhugavert að taka þessa umræðu og færa hana upp á almennara plan, að horfa til fjármagnstekjuskattsins, að horfa til skattaafsláttar fyrir framlög í sjóði eða annað sem styrkir háskólastarfsemi og síðast en ekki síst á virðisaukaskatt og aðra skatta sem leggjast á starfsemi sem er studd beint af framlögum úr samkeppnissjóðum eða slíku,“ segir Ari. Hann segir að það sé áhugi hjá yfirvöldum fyrir því bæta úr. Málið hefur meðal annars verið sett á stefnuskrá hjá Vísinda- og tækniráði sem mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Ég held að stjórnvöld myndu ekki sjá eftir viðbótaraurum í góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi og háskólastarfsemi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira