Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Það var Menntasjóður Viðskiptaráðs Íslands sem stóð að stofnun Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið/Ernir Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti svo að skattaumhverfi fyrir þá styrki sem háskólar fá sé sambærilegt við skattaumhverfið í þeim löndum sem Íslendingar vilja helst bera sig saman við. Þetta segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands, sem styrkir stúdenta til náms við Háskóla Íslands, greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið erlendis gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Ari segir að Eimskipssjóðurinn hafi sérstöðu vegna þess að úr þeim sjóði sé fyrst og fremst úthlutað af tekjum sem fást með ávöxtun sjóðsins. Fjármagnstekjuskatturinn leggst á fjármagnstekjur af sjóðnum sjálfum og skerðir þá upphæð sem hægt er að úthluta á hverju ári. Fjármagnstekjuskattur hafi hins vegar takmörkuð áhrif á framlög eða sjóði þar sem gengið er á höfuðstólinn. „Hitt er að í mörgum löndum er það þannig að fyrirtæki eða einstaklingar sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi fá oft veittan skattaafslátt á móti. Þetta er til dæmis ein af driffjöðrunum í Bandaríkjunum þar sem gríðarlega miklir fjármunir koma frá atvinnulífinu og einstaklingum til að styðja við þá öflugu háskólastarfsemi og rannsóknarstarfsemi sem þar fer fram,“ segir Ari. Það sé mjög mikilvægt fyrir háskóla- og vísindastarf á Íslandi að breyta skattaumhverfinu í átt að því sem best gerist í öðrum löndum. Ari Kristinn Jónsson rektor„Það væri mjög áhugavert að taka þessa umræðu og færa hana upp á almennara plan, að horfa til fjármagnstekjuskattsins, að horfa til skattaafsláttar fyrir framlög í sjóði eða annað sem styrkir háskólastarfsemi og síðast en ekki síst á virðisaukaskatt og aðra skatta sem leggjast á starfsemi sem er studd beint af framlögum úr samkeppnissjóðum eða slíku,“ segir Ari. Hann segir að það sé áhugi hjá yfirvöldum fyrir því bæta úr. Málið hefur meðal annars verið sett á stefnuskrá hjá Vísinda- og tækniráði sem mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Ég held að stjórnvöld myndu ekki sjá eftir viðbótaraurum í góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi og háskólastarfsemi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Breyta þarf fleiru en fjármagnstekjuskatti svo að skattaumhverfi fyrir þá styrki sem háskólar fá sé sambærilegt við skattaumhverfið í þeim löndum sem Íslendingar vilja helst bera sig saman við. Þetta segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands, sem styrkir stúdenta til náms við Háskóla Íslands, greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið erlendis gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Ari segir að Eimskipssjóðurinn hafi sérstöðu vegna þess að úr þeim sjóði sé fyrst og fremst úthlutað af tekjum sem fást með ávöxtun sjóðsins. Fjármagnstekjuskatturinn leggst á fjármagnstekjur af sjóðnum sjálfum og skerðir þá upphæð sem hægt er að úthluta á hverju ári. Fjármagnstekjuskattur hafi hins vegar takmörkuð áhrif á framlög eða sjóði þar sem gengið er á höfuðstólinn. „Hitt er að í mörgum löndum er það þannig að fyrirtæki eða einstaklingar sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi fá oft veittan skattaafslátt á móti. Þetta er til dæmis ein af driffjöðrunum í Bandaríkjunum þar sem gríðarlega miklir fjármunir koma frá atvinnulífinu og einstaklingum til að styðja við þá öflugu háskólastarfsemi og rannsóknarstarfsemi sem þar fer fram,“ segir Ari. Það sé mjög mikilvægt fyrir háskóla- og vísindastarf á Íslandi að breyta skattaumhverfinu í átt að því sem best gerist í öðrum löndum. Ari Kristinn Jónsson rektor„Það væri mjög áhugavert að taka þessa umræðu og færa hana upp á almennara plan, að horfa til fjármagnstekjuskattsins, að horfa til skattaafsláttar fyrir framlög í sjóði eða annað sem styrkir háskólastarfsemi og síðast en ekki síst á virðisaukaskatt og aðra skatta sem leggjast á starfsemi sem er studd beint af framlögum úr samkeppnissjóðum eða slíku,“ segir Ari. Hann segir að það sé áhugi hjá yfirvöldum fyrir því bæta úr. Málið hefur meðal annars verið sett á stefnuskrá hjá Vísinda- og tækniráði sem mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um forgangsröðun. Ég held að stjórnvöld myndu ekki sjá eftir viðbótaraurum í góða rannsóknar- og þróunarstarfsemi og háskólastarfsemi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira