Erlent

Eldur í Trump turni í New York

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjórir slökkviliðsmenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum við að ráða niðurlögum eldsins.
Fjórir slökkviliðsmenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum við að ráða niðurlögum eldsins. Vísir/AFP
Eldur kom upp í Trump turni í New York í kvöld. Einn var færður alvarlega slasaður á sjúkrahús samkvæmt slökkviliði borgarinnar en maðurinn lést af áverkum sínum. Eldurinn kom upp á 50. hæð í íbúðahluta turnsins en hann mun hafa verið staðbundinn á þeirri hæð. Vitni segja eldinn hafa stigmagnast á mjög skömmum tíma.

Fjórir slökkviliðsmenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum við að ráða niðurlögum eldsins.

Samkvæmt frétt ABC News segja slökkviliðsmenn að íbúðinn sem eldurinn kviknaði í hafi verið alelda þegar þeir komu á vettvang og fannst maðurinn þar inni.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um eldinn í tísti og sagði frá því að hann hefði verið slökktur. Hann hefði verið mjög staðbundinn, enda væri byggingin vel byggð, og þakkaði slökkviliðsmönnum og konum fyrir viðbrögðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×