Innlent

Tvisvar tilkynnt um óboðna gesti í sama húsinu í nótt

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vísir
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um klukkan hálf tólf í gærkvöldi var tilkynnt um óvelkomið fólk í húsnæði í austurbæ. Enginn var þó á vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Skömmu eftir klukkan fjögur í nótt var aftur tilkynnt um fólk í sama húsnæði. Lögregla handtók karl og konu á staðnum og voru þau vistuð í fangaklefa vegna frekari rannsóknar málsins.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um rúðubrot og hugsanlegt innbrot í húsnæði í Breiðholti. Skömmu síðar handtók lögregla karlmann skammt frá vettvangi og er hann grunaður um rúðubrotið.  Hann vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.

Karlmaður sleginn í andlit fyrir utan skemmtistað í miðbænum í nótt. Hann hlaut minniháttar meiðsl en gerandinn ókunnur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Skömmu eftir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um konu sem hent var í jörðina fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Konan flutt á slysadeild en hún kenndi til í baki. Klukkutíma síðar var karlmaður handtekinn í Hafnarfirði og vistaður í fangageymslu sökum ölvunar og annarlegs ástands. Að sögn lögreglu var hann ekki í standi til að vera á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×