Aron Einar sagður geta valið úr tilboðum frá fjórum löndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2018 09:00 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Samningur Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða hjá Cardiff City rennur út í sumar og Aron hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við velska liðið. Það streyma nefnilega til hans tilboðin samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, er sagður hafa miklar áhyggjur af því að missa Aron Einar í sumar en íslenski miðjumaðurinn hafnaði samningi við velska félagið og ætlaði að sjá frekar til hvað væri í boði í sumar. Aron Einar er á leiðinni með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi og þar fær hann stóran glugga til að sýna sig og sanna. Samkvæmt frétt í The Sun er fyrirliði íslenska landsliðsins með tilboð frá fjórum tyrkneskum félögum og þá er líka skrifað þar að búist er við því að lið í Grikklandi, Króatíu og bandarísku MLS-deildinni munu einnig bjóða Aroni Einari samning.Cardiff boss Neil Warnock sweating on Aron Gunnarsson’s future… as four Turkish clubs eye up free transfer NEIL WARNOCK is sweating on Aron Gunnarssons future with Besiktas among the clubs looking to... https://t.co/d9cFRYQNQepic.twitter.com/rY8GJby3JS — Networkofnews UK (@NetworkofnewsUK) April 8, 2018 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur af stað eftir að hafa farið í aðgerða á ökkla í desember en Cardiff liðið er í baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron Einar er sagður vilja fá 40 þúsund pund í vikulaun komist Cardiff upp í deild þeirra bestu en það eru 5,6 milljónir íslenskra króna. Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vera tilbúið að bjóða okkar manni slíkan samning en dæmi um önnur áhugasöm félög eru AEK and Olympiacos frá Grikklandi og króatíska félagið Dinamo Zagreb. Bandaríska deildin gæti heillað en eftir EM í Frakklandi 2016 þá var Aron Einar stærri stjarna í Bandaríkjunum en Gylfi Þór Sigurðsson. Víkingurinn vígalegi sem stjórnaði víkingaklappinu fór ekki framhjá Bandaríkjamönnum. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Samningur Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða hjá Cardiff City rennur út í sumar og Aron hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við velska liðið. Það streyma nefnilega til hans tilboðin samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, er sagður hafa miklar áhyggjur af því að missa Aron Einar í sumar en íslenski miðjumaðurinn hafnaði samningi við velska félagið og ætlaði að sjá frekar til hvað væri í boði í sumar. Aron Einar er á leiðinni með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi og þar fær hann stóran glugga til að sýna sig og sanna. Samkvæmt frétt í The Sun er fyrirliði íslenska landsliðsins með tilboð frá fjórum tyrkneskum félögum og þá er líka skrifað þar að búist er við því að lið í Grikklandi, Króatíu og bandarísku MLS-deildinni munu einnig bjóða Aroni Einari samning.Cardiff boss Neil Warnock sweating on Aron Gunnarsson’s future… as four Turkish clubs eye up free transfer NEIL WARNOCK is sweating on Aron Gunnarssons future with Besiktas among the clubs looking to... https://t.co/d9cFRYQNQepic.twitter.com/rY8GJby3JS — Networkofnews UK (@NetworkofnewsUK) April 8, 2018 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur af stað eftir að hafa farið í aðgerða á ökkla í desember en Cardiff liðið er í baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Aron Einar er sagður vilja fá 40 þúsund pund í vikulaun komist Cardiff upp í deild þeirra bestu en það eru 5,6 milljónir íslenskra króna. Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vera tilbúið að bjóða okkar manni slíkan samning en dæmi um önnur áhugasöm félög eru AEK and Olympiacos frá Grikklandi og króatíska félagið Dinamo Zagreb. Bandaríska deildin gæti heillað en eftir EM í Frakklandi 2016 þá var Aron Einar stærri stjarna í Bandaríkjunum en Gylfi Þór Sigurðsson. Víkingurinn vígalegi sem stjórnaði víkingaklappinu fór ekki framhjá Bandaríkjamönnum.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira