Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2018 21:30 Fyrir utan liggur togarinn Málmey. Inni á rannsóknarstofunni er verið að vinna fæðubótarefni úr sjávarafla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00