Samfylkingin vill banna plastpokanotkun í verslunum Sylvía Hall skrifar 30. mars 2018 11:25 Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Getty Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna. Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á umhverfisráðherra að banna plastpokanotkun í verslunum. Einnig er farið fram á að innflytjendum og framleiðendum verði skylt að merkja vörur sem hafa í sér plastagnir. Guðmundur Andri Thorsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar kemur fram að Íslendingum beri að vera í fararbroddi þeirra þjóða sem láta sig verndun hafsins varða og bann við plastpokum sé vel til þess fallið að draga úr notkun plasts og vekja athygli á vandanum sem steðjar að lífríki þess. Þar kemur einnig fram að plastmengun sé ein stærsta ógn við vistkerfi jarðar“ „Plastagnir eru óuppleysanlegar, innan við 5 mm að stærð og brotna ekki niður í lífverum. Þær er að finna í ýmsum vörum, til að mynda snyrtivörum og tannkremi, og enda því iðulega í niðurföllum, vöskum og sturtubotnum. Þaðan eiga þær greiða leið út í sjó. Þær eru í drykkjarvatni okkar og finnast, eins og fyrr segir, í sífellt ríkara mæli í fiskum og öðrum sjávardýrum.“ segir í tillögunni. Vísað er í ritgerð Guðfinns Sigurvinssonar um plastmengun í hafi þar sem hann dregur upp skýra mynd af vandanum og bendir á að Íslendingar noti um 70 milljónir einnota plastpoka á ári, en hver poki sé aðeins notaður í um það bil 25 mínútur. Talið er að 8 milljörðum plastpoka sé hent árlega í Evrópu.Fagna vitundarvakningu meðal almennings Í tillögunni fagnar þingflokkurinn vitundarvakningu í samfélaginu og bendir á að víða bjóða verslanir upp á fjölnotapoka. Þingflokkurinn hrósar einnig almenningi fyrir sitt framlag í hreinsun strandlengjunnar og segir þetta vera jákvæða þróun. Vitundarvakningin í umhverfismálum virðist vera að ná mikilli útbreiðslu, en upp á síðkastið hefur svokallað „plogging“ vakið athygli hér á landi. Þar samtvinnir fólk líkamsrækt og ruslatínslu með því að tína upp rusl á meðan útihlaupum stendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Samfylkingin reynir að berjast gegn plastpokanotkun, en árið 2015 samþykkti Alþingi tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur um að draga úr plastpokanotkun hér á landi. Árið 2016 var samningur þess efnis undirritaður milli Samtaka verslunar og þjónustu og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, en samningurinn var ekki endurnýjaður ári seinna.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30 Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sorpa mælir með glærum pokum fyrir „plokkara“ Þá er einnig gott að halda plasti frá öðru rusli. 26. mars 2018 20:30
Plogging er nýjasta líkamsræktaræðið Nýjasta líkamsræktaræðið kallast plogging og snýst um að hlaupa og tína upp rusl á sama tíma. Æðið er upprunið frá Svíþjóð. Stefán Gíslason, hlaupari og umhverfisstjórnunarfræðingur, er ánægður með þetta nýja æði sem hefur 2. febrúar 2018 09:30