Gríðarlegur munur á ávísunum sýklalyfja eftir landshlutum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2018 08:15 Flestum skömmtum af sýklalyfjum til barna er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira