Engin próf í nýjum lýðháskóla Sunna Sæmundsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 31. mars 2018 13:15 Ýmislegt er hægt að finna sér til dundurs við Flateyri. Mynd/lýðháskólinn á flateyri Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og tekið verður á móti tuttugu til þrjátíu og fimm nemendum. Skólinn er ætlaður fyrir stúdenta og fólk sem hefur flosnað upp úr menntaskóla. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð af Ísafjarðarbæ. Skólinn hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár og er starfsemin að mestu leyti fjármögnuð með styrkjum frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingasjóði Vestfjarða, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri sveitarfélögum, ráðuneytum og fyrirtækjum. Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður hjá lýðháskólanum segir sérstöðu skólans liggja í því að nemendur þurfa ekki að þreyta próf. Námið verður einn skólavetur, eða tvær annir. „Við munum bjóða upp á spennandi og áhugaverða menntun sem fólk sækir sér menntunarinnar vegna. Í þessum skóla verða engin próf, engar gráður og engar einkunnir,“ segir Runólfur. Hann telur mikla eftirspurn eftir slíku námi á Íslandi. „Það eru núna í vetur á annað hundrað Íslendingar til að mynda sem stunda slíkt nám í Danmörku og við teljum að þetta sé tímabær valkostur í íslensku menntakerfi,“ segir Runólfur.Markhópurinn er tvískiptur Runólfur segir að markhópur skólans sé í raun tvískiptur. „Annars vegar fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla og svona vill aðeins fá tíma til að átta sig á sjálfum sér og lífinu og hvert það vill stefna. Hins vegar fólk sem hefur fallið úr framhaldsskóla og er kannski síðar, 25, 30 ára að leita að leiðum inn í nám aftur að þá er þetta kjörin vettvangur til þess. Við erum að horfa til þess að taka á bilinu 20 til 35 nemendur,“ segir Runólfur. Verið að ganga frá ráðningum þessa dagana „Við erum að reikna með tveimur til þremur fastráðnum starfsmönnum og framkvæmdastjórinn tók til starfa núna í lok febrúar. Við erum að ganga frá ráðningum á starfsfólki núna þessa dagana. Þetta verða svona mótorar eða lotubundin kennsla þar sem hver áfangi verður kenndur í tvær vikur. Það verða þarna 15 til 20 kennarar sem koma að málinu,“ segir Runólfur. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og tekið verður á móti tuttugu til þrjátíu og fimm nemendum. Skólinn er ætlaður fyrir stúdenta og fólk sem hefur flosnað upp úr menntaskóla. Starfsemin er að mestu leyti fjármögnuð af Ísafjarðarbæ. Skólinn hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár og er starfsemin að mestu leyti fjármögnuð með styrkjum frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingasjóði Vestfjarða, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Vinnumálastofnun og fleiri sveitarfélögum, ráðuneytum og fyrirtækjum. Runólfur Ágústsson, stjórnarmaður hjá lýðháskólanum segir sérstöðu skólans liggja í því að nemendur þurfa ekki að þreyta próf. Námið verður einn skólavetur, eða tvær annir. „Við munum bjóða upp á spennandi og áhugaverða menntun sem fólk sækir sér menntunarinnar vegna. Í þessum skóla verða engin próf, engar gráður og engar einkunnir,“ segir Runólfur. Hann telur mikla eftirspurn eftir slíku námi á Íslandi. „Það eru núna í vetur á annað hundrað Íslendingar til að mynda sem stunda slíkt nám í Danmörku og við teljum að þetta sé tímabær valkostur í íslensku menntakerfi,“ segir Runólfur.Markhópurinn er tvískiptur Runólfur segir að markhópur skólans sé í raun tvískiptur. „Annars vegar fólk sem er nýlega útskrifað úr framhaldsskóla og svona vill aðeins fá tíma til að átta sig á sjálfum sér og lífinu og hvert það vill stefna. Hins vegar fólk sem hefur fallið úr framhaldsskóla og er kannski síðar, 25, 30 ára að leita að leiðum inn í nám aftur að þá er þetta kjörin vettvangur til þess. Við erum að horfa til þess að taka á bilinu 20 til 35 nemendur,“ segir Runólfur. Verið að ganga frá ráðningum þessa dagana „Við erum að reikna með tveimur til þremur fastráðnum starfsmönnum og framkvæmdastjórinn tók til starfa núna í lok febrúar. Við erum að ganga frá ráðningum á starfsfólki núna þessa dagana. Þetta verða svona mótorar eða lotubundin kennsla þar sem hver áfangi verður kenndur í tvær vikur. Það verða þarna 15 til 20 kennarar sem koma að málinu,“ segir Runólfur.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa haustið 2018 Starfsemi skólans verður auglýst og kynnt 15.apríl. 31. mars 2018 10:15