Fótbolti

Arnór ekki valinn í íslenska landsliðið: Ferna í næsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason. Vísir/Getty
Arnór Smárason var í miklu stuði með varaliði Hammarby í gær þegar liðið vann 7-2 sigur á Sirius í æfingaleik.

Arnór Smárason var einn af þeim sem datt út úr íslenska landsliðinu fyrir Bandaríkjaferðina og hann var fljótur að minna á sig.

Arnór er að koma til baka eftir meiðsli en hann verður örugglega ekki lengi í varaliðinu eftir þessa frammistöðu.





Nú þarf Arnór bara að komast í aðalliðið og sýna hvað hann getur þar ef hann ætlar að banka alvarlega á landsliðsdyrnar áður en Heimir Hallgrímsson velur lokahóp sinn á HM í Rúysslandi.

Arnór hefur skorað 3 mörk í 24 landsleikjum en hann skoraði í síðasta landsleiknum sínum sem var á móti Indónesíu í janúarmánuði.

Það eru hinsvegar liðin rúm sex ár síðan að Arnór spilaði síðan keppnisleik fyrir íslenska landsliðið sem var í undankeppni EM 2012 á móti Portúgal en þá var Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×