Rússi fær ekki að stíga um borð í NATO-skip Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. mars 2018 06:00 Veðurfræðingarnir Haraldur Ólafsson og Guðrún Nína Petersen af Veðurstofu Íslands við bresku flugvélina sem hlaðin er mælitækjum Daniel Beeden „Verkefnið gengur út á að mæla ástandið í andrúmsloftinu, sérstaklega orkuflæði milli sjávar og lofts,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem starfar við alþjóðlega rannsókn á samspili sjávarstrauma og veðrakerfa við Ísland. Sagt var í Fréttablaðinu í gær frá könnunarflugi breskrar flugvélar við Íslandsstrendur. Að sögn Haralds er ítalska rannsóknarskipið Alliance einnig hluti af verkefninu sem samtals um eitt hundrað manns taka þátt í. Það stendur í febrúar og mars og er að mestu fjármagnað af breskum, kanadískum og bandarískum sjóðum. Haraldur segir að þar sem ískalt loft streymi af hafísnum yfir sjóinn verði gífurlegt hitaflæði upp í loftið. „Þar verða mikil orkuskipti og menn hafa áhuga á þessu vegna hafstrauma í sjónum því þarna leikur grunur á að töluverður sjór sökkvi og streymi svo til suðurs á nokkru dýpi á milli Íslands og Grænlands. Þetta er veikur hlekkur í hugmyndum manna um hringrásina í sjónum. Hún er ekki að fullu kortlögð.“ Vísindamennirnir eru að reyna að átta sig á því hversu mikið af orku kemur frá sjónum upp í loftið. Það sem Haraldur fæst mest við eru áhrif landslags á þessi orkuskipti og yfirhöfuð á veður og vinda. Verið sé að kortleggja hvar sé skjól af landi og hvar séu vindrastir. Hafís hefur hörfað mikið miðað við stöðuna fyrir 30 til 40 árum. Sjá einnig: Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér „Þarna eru mörg hundruð þúsund ferkílómetrar sem áður voru huldir hafís yfir veturinn. Það er í sjálfu sér ekki órökrétt að þarna geti orðið breyting á hafstraumum fyrir vikið,“ segir Haraldur. Unnið verður úr gögnum í sumar og haust. „Það sturta eitt til tvö hundruð vísindamenn sér yfir gögnin sem allir ætla að fá Nóbelsverðlaunin ekki seinna en á næsta ári,“ segir Haraldur. Gögnin verði notuð stíft næstu tíu til fimmtán ár í prófanir og reiknilíkön og jafnvel öðru hverju lengi eftir það. Hluti af verkefninu er að prófa sjálfvirk tæki til mælinga. „Framtíðin verður sú að það verða litlir mælikafbátar sem sigla fram og til baka og koma upp öðru hvoru til að senda frá sér gögn um gervitungl í land. Þetta verður ekki að fullu kortlagt fyrr en þessi tækni er komin á svipað stig og sjálfvirkar veðurstöðvar eru í dag,“ segir Haraldur. Skipið Alliance er við rannsóknir milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. „Skipið er að mæla í sjónum hvaða áhrif loftið hefur á sjóinn. Menn eru að leita að sjó sem sekkur niður í kjölfar kælingar,“ útskýrir Haraldur. Alliance er með ítalskri áhöfn og tengist NATO sem hefur síðasta orðið um það hverjir fá að stíga um borð. „Rússneskur doktorsnemi í London sem átti að vinna á skipinu fékk ekki leyfi til að koma um borð og er því á Akureyri að skipuleggja flugin,“ segir Haraldur. „Mér heyrist á þeim sem sáu um að taka skipið á leigu að þeir ætli að fara fram á afslátt vegna þessa. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Tengdar fréttir Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
„Verkefnið gengur út á að mæla ástandið í andrúmsloftinu, sérstaklega orkuflæði milli sjávar og lofts,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem starfar við alþjóðlega rannsókn á samspili sjávarstrauma og veðrakerfa við Ísland. Sagt var í Fréttablaðinu í gær frá könnunarflugi breskrar flugvélar við Íslandsstrendur. Að sögn Haralds er ítalska rannsóknarskipið Alliance einnig hluti af verkefninu sem samtals um eitt hundrað manns taka þátt í. Það stendur í febrúar og mars og er að mestu fjármagnað af breskum, kanadískum og bandarískum sjóðum. Haraldur segir að þar sem ískalt loft streymi af hafísnum yfir sjóinn verði gífurlegt hitaflæði upp í loftið. „Þar verða mikil orkuskipti og menn hafa áhuga á þessu vegna hafstrauma í sjónum því þarna leikur grunur á að töluverður sjór sökkvi og streymi svo til suðurs á nokkru dýpi á milli Íslands og Grænlands. Þetta er veikur hlekkur í hugmyndum manna um hringrásina í sjónum. Hún er ekki að fullu kortlögð.“ Vísindamennirnir eru að reyna að átta sig á því hversu mikið af orku kemur frá sjónum upp í loftið. Það sem Haraldur fæst mest við eru áhrif landslags á þessi orkuskipti og yfirhöfuð á veður og vinda. Verið sé að kortleggja hvar sé skjól af landi og hvar séu vindrastir. Hafís hefur hörfað mikið miðað við stöðuna fyrir 30 til 40 árum. Sjá einnig: Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér „Þarna eru mörg hundruð þúsund ferkílómetrar sem áður voru huldir hafís yfir veturinn. Það er í sjálfu sér ekki órökrétt að þarna geti orðið breyting á hafstraumum fyrir vikið,“ segir Haraldur. Unnið verður úr gögnum í sumar og haust. „Það sturta eitt til tvö hundruð vísindamenn sér yfir gögnin sem allir ætla að fá Nóbelsverðlaunin ekki seinna en á næsta ári,“ segir Haraldur. Gögnin verði notuð stíft næstu tíu til fimmtán ár í prófanir og reiknilíkön og jafnvel öðru hverju lengi eftir það. Hluti af verkefninu er að prófa sjálfvirk tæki til mælinga. „Framtíðin verður sú að það verða litlir mælikafbátar sem sigla fram og til baka og koma upp öðru hvoru til að senda frá sér gögn um gervitungl í land. Þetta verður ekki að fullu kortlagt fyrr en þessi tækni er komin á svipað stig og sjálfvirkar veðurstöðvar eru í dag,“ segir Haraldur. Skipið Alliance er við rannsóknir milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands. „Skipið er að mæla í sjónum hvaða áhrif loftið hefur á sjóinn. Menn eru að leita að sjó sem sekkur niður í kjölfar kælingar,“ útskýrir Haraldur. Alliance er með ítalskri áhöfn og tengist NATO sem hefur síðasta orðið um það hverjir fá að stíga um borð. „Rússneskur doktorsnemi í London sem átti að vinna á skipinu fékk ekki leyfi til að koma um borð og er því á Akureyri að skipuleggja flugin,“ segir Haraldur. „Mér heyrist á þeim sem sáu um að taka skipið á leigu að þeir ætli að fara fram á afslátt vegna þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Tengdar fréttir Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum. 20. mars 2018 06:00