„Ætlum að taka sigra í þessari Evrópukeppni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. mars 2018 11:30 Axel Stefánsson. vísir/stefán Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar mikilvægan leik við Slóveníu í undankeppni EM 2018 í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undarkeppninni og þar af fékk liðið stóran skell gegn Dönum í síðasta leik í Höllinni. Því verður liðið að ná að minnsta kosti í stig, helst tvö, í leiknum í kvöld. „Það er alltaf þannig að við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Við erum að byggja upp liðið og tökum það skref fyrir skref,“ sagði Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi HSÍ fyrir leikinn í kvöld. „Mikilvægast er að við sýnum framfarir og spilum betri leik. Þá hef ég fulla trú á að úrslitin komi og við náum að vinna.“Ana Gros spilar fyrir franska liðið Metzvísir/gettySlóvenar eru með sterkt lið sem vann meðal annars Frakkland í fyrsta leik sínum á HM í desember síðast liðnum, en Frakkar unnu það mót og urðu Heimsmeistarar. „Þær eru með gríðarlega góða hægri skyttu í Ana Gros og við verðum að stoppa hana. Hún er með rúmlega 9 mörk á meðaltali í leik á síðasta HM þannig að það verður lykilþátturinn að stoppa hana varnarlega.“ „Svo verðum við að fá hraðaupphlaupsmörk og ná að hreyfa þær sóknarlega svo við komumst í góð skotfæri og nýta svo færin þegar þau koma. Það er uppskriftin; góð vörn, hraðaupphlaup og nýta færin.“ Karen Knútsdóttir, einn reynslumesti leikmaður liðsins, er komin aftur í liðið eftir meiðsli og stórskytta Olís deildarinnar ,Ragnheiður Júlíusdóttir, sem gaf ekki kost á sér í síðasta verkefni er í liðinu. „Góðir leikmenn sem koma þarna inn. Það eru margar ungar og Karen kemur með góða reynslu inn í ungt lið. Ragnheiður er einn af okkar ungu og efnilegu leikmönnum með hörku góð skot þannig að þær gefa okkur virkilega mikið og gefa okkur nýja möguleika sóknarlega.“Karen Knútsdóttir var í liði Íslands sem spilaði á síðasta stórmóti í Serbíu fyrir rúmum fimm árumMynd/StefánÍsland komst síðast í lokakeppni stórmót á EM í Serbíu 2012. Það var þriðja stórmótið í röð, stelpurnar höfðu einnig verið á HM í Brasilíu 2011 og EM 2010. Síðan þá hefur lítið gengið hjá íslenska liðinu og var Ísland í 4. og lakasta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla undankeppninnar. „Þetta snýst bara um vinnu. Breiddin eykst gríðarlega í kvennahandboltanum og það eru fleiri og fleiri þjóðir sem verða betri.“ „Við eigum margar ungar stelpur sem æfa vel og eru að gera góða hluti hérna í Olís deildinni. Margir spennandi leikir sem leikmenn fá reynslu af að spila í og við þurfum að byggja þetta skref fyrir skref.“ „Maður nær aldrei neinum hástökkum í þessu, þetta er endalaus vinna og þá kemur árangurinn.“ „Við höfum breytt varnarleiknum okkar og svo erum við að vinna með útfærslu á sóknarleiknum og það tekur tíma. Ég held þetta komi allt saman, við höfum okkar stefnu og ætlum að taka sigra í þessari Evrópukeppni. Svo verður bara að sjá hvort það verði nóg til að komast eitthvað áfram.“ „Svo koma ný mót ár eftir ár og það er mikilvægt að við tökum skref fyrir skref upp þar,“ sagði Axel Stefánsson. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll og er frír aðgangur fyrir alla aldurshópa. Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar mikilvægan leik við Slóveníu í undankeppni EM 2018 í Laugardalshöllinni í kvöld. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undarkeppninni og þar af fékk liðið stóran skell gegn Dönum í síðasta leik í Höllinni. Því verður liðið að ná að minnsta kosti í stig, helst tvö, í leiknum í kvöld. „Það er alltaf þannig að við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Við erum að byggja upp liðið og tökum það skref fyrir skref,“ sagði Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi HSÍ fyrir leikinn í kvöld. „Mikilvægast er að við sýnum framfarir og spilum betri leik. Þá hef ég fulla trú á að úrslitin komi og við náum að vinna.“Ana Gros spilar fyrir franska liðið Metzvísir/gettySlóvenar eru með sterkt lið sem vann meðal annars Frakkland í fyrsta leik sínum á HM í desember síðast liðnum, en Frakkar unnu það mót og urðu Heimsmeistarar. „Þær eru með gríðarlega góða hægri skyttu í Ana Gros og við verðum að stoppa hana. Hún er með rúmlega 9 mörk á meðaltali í leik á síðasta HM þannig að það verður lykilþátturinn að stoppa hana varnarlega.“ „Svo verðum við að fá hraðaupphlaupsmörk og ná að hreyfa þær sóknarlega svo við komumst í góð skotfæri og nýta svo færin þegar þau koma. Það er uppskriftin; góð vörn, hraðaupphlaup og nýta færin.“ Karen Knútsdóttir, einn reynslumesti leikmaður liðsins, er komin aftur í liðið eftir meiðsli og stórskytta Olís deildarinnar ,Ragnheiður Júlíusdóttir, sem gaf ekki kost á sér í síðasta verkefni er í liðinu. „Góðir leikmenn sem koma þarna inn. Það eru margar ungar og Karen kemur með góða reynslu inn í ungt lið. Ragnheiður er einn af okkar ungu og efnilegu leikmönnum með hörku góð skot þannig að þær gefa okkur virkilega mikið og gefa okkur nýja möguleika sóknarlega.“Karen Knútsdóttir var í liði Íslands sem spilaði á síðasta stórmóti í Serbíu fyrir rúmum fimm árumMynd/StefánÍsland komst síðast í lokakeppni stórmót á EM í Serbíu 2012. Það var þriðja stórmótið í röð, stelpurnar höfðu einnig verið á HM í Brasilíu 2011 og EM 2010. Síðan þá hefur lítið gengið hjá íslenska liðinu og var Ísland í 4. og lakasta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla undankeppninnar. „Þetta snýst bara um vinnu. Breiddin eykst gríðarlega í kvennahandboltanum og það eru fleiri og fleiri þjóðir sem verða betri.“ „Við eigum margar ungar stelpur sem æfa vel og eru að gera góða hluti hérna í Olís deildinni. Margir spennandi leikir sem leikmenn fá reynslu af að spila í og við þurfum að byggja þetta skref fyrir skref.“ „Maður nær aldrei neinum hástökkum í þessu, þetta er endalaus vinna og þá kemur árangurinn.“ „Við höfum breytt varnarleiknum okkar og svo erum við að vinna með útfærslu á sóknarleiknum og það tekur tíma. Ég held þetta komi allt saman, við höfum okkar stefnu og ætlum að taka sigra í þessari Evrópukeppni. Svo verður bara að sjá hvort það verði nóg til að komast eitthvað áfram.“ „Svo koma ný mót ár eftir ár og það er mikilvægt að við tökum skref fyrir skref upp þar,“ sagði Axel Stefánsson. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19:30 í Laugardalshöll og er frír aðgangur fyrir alla aldurshópa.
Handbolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira