Eiður Smári hittir Carlos Tevez í Buenos Aires | Heimsækir mótherja Íslands á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2018 11:45 Eiður Smári Guðjohnsen og Carlos Tevez. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki aðeins vinna við heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar hann verður einnig upptekinn við sjónvarpsvinnslu í aðdraganda mótsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn af sérfræðingum RÚV á HM í sumar en markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er líka að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni í Rússlandi. Eiður Smári var í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Frakklandi sumarið 2016 en nú verður hann hinum megin við borðið. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV sagði frá því í viðtali á K100 í gær eins og kemur fram á fótbolti.net. „Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100. Eiður Smári mun þar reyna að komast að því hvað fólk í þessum þremur löndum veit um Íslands og stefnan er að hann hitti gamlar stjörnur. Eiður Smári spilaði á sínum tíma með fyrirliðum allra þjóðanna þriggja, þeim Lionel Messi (hjá Barcelona), John Obi Mikel (hjá Chelsea) og Luka Modrić (hjá Tottenham).Í fréttinni á fótbolti.net kemur ennfremur fram að Eiður Smári sé á leiðinni til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl næstkomandi þar sem hann mun hitta bæði Carlos Tevez, framherja Boca Juniors og fyrrum leikmann Manchester United, sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með argentínska landsliðinu á heimavelli fyrir 40 árum. 1978 er einmitt fæðingarár Eiðs Smára. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30 Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen mun ekki aðeins vinna við heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar hann verður einnig upptekinn við sjónvarpsvinnslu í aðdraganda mótsins. Eiður Smári Guðjohnsen er einn af sérfræðingum RÚV á HM í sumar en markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er líka að fara að gera þætti um þjóðirnar sem Ísland mætir í riðlakeppninni í Rússlandi. Eiður Smári var í íslenska landsliðinu sem fór á EM í Frakklandi sumarið 2016 en nú verður hann hinum megin við borðið. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV sagði frá því í viðtali á K100 í gær eins og kemur fram á fótbolti.net. „Hann mun ásamt okkar teymi framleiða þrjá þætti um andstæðinga Íslands. Hann er að fara til Nígeríu, Argentínu og Króatíu og kynna sér landið og fólkið," sagði Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV í viðtali á K100. Eiður Smári mun þar reyna að komast að því hvað fólk í þessum þremur löndum veit um Íslands og stefnan er að hann hitti gamlar stjörnur. Eiður Smári spilaði á sínum tíma með fyrirliðum allra þjóðanna þriggja, þeim Lionel Messi (hjá Barcelona), John Obi Mikel (hjá Chelsea) og Luka Modrić (hjá Tottenham).Í fréttinni á fótbolti.net kemur ennfremur fram að Eiður Smári sé á leiðinni til Buenos Aires í Argentínu þann 4. apríl næstkomandi þar sem hann mun hitta bæði Carlos Tevez, framherja Boca Juniors og fyrrum leikmann Manchester United, sem og leikmenn sem urðu heimsmeistarar með argentínska landsliðinu á heimavelli fyrir 40 árum. 1978 er einmitt fæðingarár Eiðs Smára.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30 Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Sjáðu Eið, Maradona og Ronaldo halda upp á það að það eru 100 dagar í HM FIFA fékk gamlar goðsagnir úr boltanum til að halda bolta á lofti í tilefni þess að í dag eru hundrað dagar þar til að heimsmeistarakeppnin hefst í Rússlandi en þar verður Ísland með í fyrsta sinn. 6. mars 2018 11:30
Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma Ben og segir Hilmar Björnsson, íþróttastjóra RÚV, lýsa frati á sína undirmenn með ráðningunni. 28. febrúar 2018 17:00