Lék í fræga 1-1 jafnteflinu á Íslandi 1998 og mætir nú með HM-styttuna til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 08:00 Christian Karembeu með HM-styttuna. Instagram/trophytour Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Haustið 1998 mættu nýkrýndir heimsmeistarar Frakka á Laugardalsvöllinn og náðu bara 1-1 jafntefli á móti litla Íslandi. Nú mætir einn af byrjunarliðsmönnum liðsins aftur til Íslands. Þann 25. mars næstkomandi mun hinn eina sanna HM-stytta koma til Íslands í boði Coca-Cola en íslenska keppir í fyrsta sinn um hana á HM í Rússlandi í sumar. KSÍ segir frá. HM-styttan fór í þaulskipulagt ferðalag til yfir 50 landa og er þetta í fjórða skiptið sem bikarinn fer í slíka reisu í aðdraganda heimsmeistaramóts. Íslenskir aðdáendur fá því tækifæri til að virða fyrir sér eftirsóttasta verðlaunagrip knattspyrnunnar. Með í för er fyrrum franski landsliðsmaðurinn Christian Karembeu sem lék 53 landsleiki fyrir Frakka og var í liði Frakka sem hampaði títtnefndum bikar árið 1998 sem og varð Evrópumeistari árið 2000. Karembau verður ásamt bikarnum í Smáralindinni, sunnudaginn 25. mars á milli kl. 14 - 18. Name a better date. Happy Valentine’s Day! A post shared by Trophy Tour (@trophytour) on Feb 14, 2018 at 10:41am PST Karembau er ekki að koma í fyrsta sinn til Íslands á vegum fótboltans. Hann var líka hér á landi vegna sögulegs leiks Íslands og Frakklands fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Leikur franska landsliðsins á móti Íslandi 5. september 1998 var fyrsti leikur Frakka og Íslendinga í undankeppni EM 2000 og fyrsti keppnisleikur Frakka eftir að þeir unnu sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil sumarið 1998. Karembeu var í byrjunarliði Frakka í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleiknum á Stade de France 12. júlí 1998 og hann var líka í byrjunarliðinu tæpum tveimur mánuðum síðar. Christian Karembeu var þarna leikmaður Real Madrid og spilaði allan leikinn á móti Íslandi. Hann var nálægt þegar Ríkharður Daðason stakk sér framfyrir markvörðinn Fabien Barthez á 32. mínútu og skallaði boltann í markið. Christophe Dugarry náði að jafna metin fyrir Frakka fjórum mínútum síðar en lengra komust þeir ekki. Íslenska þjóðin fagnaði eins og um sigur hafði verið að ræða og í seinni leiknum út í Frakklandi ári seinna þá þurftu Frakkar að hafa mikið fyrir 3-2 sigri. Frakkar fóru hinsvegar á EM 2000 og unnu annað stórmótið í röð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira