Það er eitthvað ævintýralegt við útlit Tildu Swinton en fatastíllinn er einfaldur og fágaður. Hún sést ítrekað í jakka og buxum í stíl, gjarna víðum skálmum og herralegum skóm. Ein sú best klædda í Hollywood að okkar mati enda frumlegur og persónulegur stíll.
Skoðum nokkur góð dress sem hún hefur sést í undanfarið - og fáum innblástur. Minna er meira eru lykilorðin.







