Halldór Jóhann: Eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2018 23:39 Halldór Jóhann var svekktur að verða af deildarmeistaratitlinum.. vísir/eyþór „Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
„Ég tek margt jákvætt úr leiknum og við vildum klára deildina með sóma og við gerðum það virkilega vel í dag á öllum vígstöðvum. Við vorum á fullum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og það er ég ánægður með,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH eftir stórsigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. „Við vorum að sjá í okkar leik meira af því sem við sýndum fyrr í vetur. Ágúst Elí tók góða bolta eftir að hann kom inná og við vorum að fá hraðaupphlaup. Ég er virkilega sáttur með það sem menn lögðu á sig í leiknum og menn lögðu sig alla fram. Auðvitað eru ákveðnir þættir sem við hefðum viljað gera betur og það er bara þannig.“ Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með FH í dag vegna meiðsla en hann lék sinn fyrsta leik í langan tíma gegn Selfyssingum á dögunum. Þá meiddist Ísak Rafnsson á fingri í gær og var óvíst með hann fyrir leik. „Ég sé þá báða vera inni í úrslitakeppninni. Gísli var í skoðun í dag og það var smá bakslag og við vildum ekki tefla á tvær hættur með hann í þessum leik. Við sjáum aðeins hvernig hann kemur undan næstu dögum. Ísak kom frábærlega inn í varnarleikinn í dag og var teipaður á höndinni. Stórt hrós á hann og allt liðið sem spilaði vel í dag.“ Halldór viðurkenndi eftir leik að hann væri svekktur að hafa misst af deildarmeistaratitlinum. „Nú byrjar nýtt mót og ég hefði auðvitað viljað vinna deildarmeistaratitilinn. Það er auðvitað pínu hallærislegt að vera efstur, jafn á stigum og með langbestu markatöluna en verða samt ekki deildarmeistarar. Það er mjög einkennilegt að þetta skuli vera eina deildin í Evrópu þar sem þetta er svona en við verðum bara að taka því.“ Þrátt fyrir að verða af titlinum sagði Halldór að FH hefði spilað vel 90-95% af tímabilinu. „Við töpuðum fjórum leikjum í vetur og töpuðum þeim gegn liðunum sem voru í okkar baráttu. Svona eru reglurnar. Við erum ánægðir með þessi 34 sem við náum. Við erum ánægðir með þennan vetur, við erum að spila virklega vel og rosalega vel fyrir áramót þegar við erum í miklu álagi vegna Evrópukeppni. Svo lendum við í slæmum kafla, eins og öll hin liðin, og hann kom núna í lokin og samtvinnaðist við meiðsli lykilmanna.“ „Núna gefst tími til að vinna í ákveðnum þáttum sem við vitum hverjir eru. Við komum vel undirbúnir inn í úrslitakeppnina og gera okkar besta þar eins og menn hafa gert í allan vetur,“ sagði Halldór Jóhann við Vísi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Umjöllun: Stjarnan - FH 26-38 | FH rótburstaði Stjörnuna í Ásgarði FH vann öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð Olís-deildar karla. FH leiddi með fimm mörkum í hálfleik og bætti í eftir hlé. Þeir unnu að lokum 38-26 stórsigur og mæta Aftureldingu eða ÍR í 8-liða úrslitum. 21. mars 2018 23:45