Meta árangur af þriggja ára kerfinu með prófum Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Kepp ötul fram, vor unga stétt. VÍSIR/VILHELM Verzlunarskóli Íslands ætlar í apríl að leggja próf fyrir nemendur sem eru að ljúka námi eftir þriggja ára nám og þá sem eru að ljúka námi eftir fjögurra ára nám. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. „Við tókum ákvörðun og lögðum mikla vinnu í að stytta námið um eitt ár. Nú er komið að því að fyrsti árgangurinn er kominn í gegnum allt og við útskrifum núna næstum helming allra nemenda skólans, 540 nemendur,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans. Ingi segir að skólinn hefði helst viljað fá utanaðkomandi aðila til að vinna verkefnið. „Það er alltaf hætta á að hverjum þyki sinn fugl fagur. Ég hafði áhyggjur af því að við sæjum ekki veikleikana sjálf og svo framvegis,“ segir Ingi.Ingi ÓlafssonVísir/VALLIÞað hafi aftur á móti ekkert komið frá ráðuneytinu varðandi þetta. „Menntamálastofnun ætlaði að gera það en svo hættu þeir við. Það sem þeir gera hins vegar er að þeir láta okkur í té gömul próf. Við fáum aðgang að prófabanka hjá þeim,“ segir Ingi. Kennarar skólans muni þá velja úr þessum banka og búa til próf fyrir nemendur í íslensku og stærðfræði. „Þetta á að leggja fyrir báða árgangana og reyna að meta hvort þau standi jafnfætis í þessu,“ segir Ingi. Til viðbótar mun skólinn vera með rýnihópa þar sem talað er við nemendur sem eru að ljúka þriggja ára náminu og hugsanlega líka einhverja sem eru að ljúka fjögurra ára náminu. „Svo verðum við með rýnihópa þar sem talað verður við kennara,“ segir Ingi og bætir við að sérfræðingar hjálpi til við verkið. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Verzlunarskóli Íslands ætlar í apríl að leggja próf fyrir nemendur sem eru að ljúka námi eftir þriggja ára nám og þá sem eru að ljúka námi eftir fjögurra ára nám. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. „Við tókum ákvörðun og lögðum mikla vinnu í að stytta námið um eitt ár. Nú er komið að því að fyrsti árgangurinn er kominn í gegnum allt og við útskrifum núna næstum helming allra nemenda skólans, 540 nemendur,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans. Ingi segir að skólinn hefði helst viljað fá utanaðkomandi aðila til að vinna verkefnið. „Það er alltaf hætta á að hverjum þyki sinn fugl fagur. Ég hafði áhyggjur af því að við sæjum ekki veikleikana sjálf og svo framvegis,“ segir Ingi.Ingi ÓlafssonVísir/VALLIÞað hafi aftur á móti ekkert komið frá ráðuneytinu varðandi þetta. „Menntamálastofnun ætlaði að gera það en svo hættu þeir við. Það sem þeir gera hins vegar er að þeir láta okkur í té gömul próf. Við fáum aðgang að prófabanka hjá þeim,“ segir Ingi. Kennarar skólans muni þá velja úr þessum banka og búa til próf fyrir nemendur í íslensku og stærðfræði. „Þetta á að leggja fyrir báða árgangana og reyna að meta hvort þau standi jafnfætis í þessu,“ segir Ingi. Til viðbótar mun skólinn vera með rýnihópa þar sem talað er við nemendur sem eru að ljúka þriggja ára náminu og hugsanlega líka einhverja sem eru að ljúka fjögurra ára náminu. „Svo verðum við með rýnihópa þar sem talað verður við kennara,“ segir Ingi og bætir við að sérfræðingar hjálpi til við verkið.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira