Dele Alli: Tapið á móti Íslandi á EM 2016 gerði okkur sterkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2018 09:30 Dele Alli og félagar sitja niðurbrotnir í grasinu eftir tapið á móti Íslandi á EM 2016. Íslensku strákarnir fagna sigri. Vísir/Getty Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Fyrsta stórmót Dele Alli, stjörnuleikmanns Tottenham og enska landsliðsins, endaði á vandræðalegu tapi á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Enska landsliðið tryggði sig inn á HM í Rússlandi með sannfærandi hætti og þar verður pressa á enska landsliðinu að gera miklu betur en á Evrópumótinu. Dele Alli telur að niðurlægingin á móti litla Íslandi fyrir að verða tveimur árum síðar hafi styrkt enska landsliðið fyrir komandi átök á HM í Rússlandi. Hann viðurkennir þó jafnframt að tapið á móti Íslandi hafi verið ein versta stund ferilsins til þessa. Blaðamaður Telegraph ræddi við Dele Alli sem er nú að æfa með enska landsliðnu fyrir vináttulandsleiki í þessari viku. „Evrópukeppnin var ein besta lífsreynslan á ferlinum en einnig ein sú versta á sama tíma. Allt fer þetta samt í reynslubankann og maður lærir af þessu,“ sagði Dele Alli við Telegraph.Dele Alli: Losing to Iceland at Euro 2016 has made us stronger | @Matt_Law_DThttps://t.co/dl4Vk0sMyE — Telegraph Football (@TeleFootball) March 21, 2018 „Það var svo ótrúlega stórt að fá að taka þátt í svona móti fyrir þjóð þína eftir að hafa horft á öll landsliðin í gegnum tíðina í sjónvarpinu. Maður sér alla fánana í gluggum húsanna og veit hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli. Það var því risastórt fyrir mig að fá að taka þátt en endirinn var mikil vonbrigði,“ sagði Alli. Íslenskan landsliðið vann það enska 2-1 í Nice í lok júní og sendi ensku stórstjörnurnar heim með skottið á milli lappanna. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörkin. „Sem lið þá hefði það verið mun auðveldara að reyna bara að gleyma þessu en það er mikilvægara að við nýtum þessa reynslu til að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. Ég tel að liðið og við leikmennirnir séum sterkari eftir að hafa farið í gegnum svona risa vonbrigði,“ sagði Alli. „Þetta var sorgartími fyrir mig og alla leikmennina. Okkur fannst við hafa brugðist allri þjóðinni og ekki síst okkur sjálfum,“ sagði Alli. „Maður veit aldrei hvað gerist á stórmóti en okkur sem lið finnst við vera sterkari í dag. Þetta er orðið samheldnara lið og við lærðum af tapinu á móti Íslandi,“ sagði Alli.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira