Innlent

Bein útsending: Af hverju skiptir útlitið máli?

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Andri mun leitast við að varpa ljósi á það af hverju útlit skiptir okkur máli og hvenær sú áhersla verður að sálrænum vanda.
Andri mun leitast við að varpa ljósi á það af hverju útlit skiptir okkur máli og hvenær sú áhersla verður að sálrænum vanda. Vísir/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Andri Steinþór Björnsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, heldur í hádeginu erindið Af hverju skiptir útlit máli? Áhrif hugsana um eigið útlit á líðan ungmenna. Erindi Andra er hluti af fyrirlestraröðinni Háskólinn og samfélagið. Í þeirri röð er velferð barna og ungmenna í brennidepli og hefur röðin fengið undirheitið Best fyrir börnin.

Í rannsóknum sínum og klínískum störfum hefur Andri einkum sérhæft sig í líkamsskynjunarröskun og félagsfælni og þætti áfalla í sálrænum vanda. Andri mun leitast við að varpa ljósi á það af hverju útlit skiptir okkur máli og hvenær sú áhersla verður að sálrænum vanda, á borð við átraskanir og líkamsskynjunarröskun sem er lítt þekkt meðal almennings en algeng og oft alvarleg geðröskun

„Það er eðlilegt að útlit skipti okkur máli. Það er hluti af því að vera manneskja, við erum ein af þeim tegundum sem veljum okkur maka út frá útliti meðal annars. Áhersla á útlit getur hins vegar gengið of langt,“ sagði Andri í samtali við Vísi fyrr í dag

Fyrirlesturinn hefst klukkan 12. Sýnt verður beint frá fundinum og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að neðan. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×