Sleppt úr gæsluvarðhaldi grunaður um ofbeldi gegn nýbakaðri móður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2018 11:25 Landsréttur hefur fellt gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness úr gildi. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi. Lögreglumál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem lögregla grunar um líkamsárás á hendur barnsmóður hans sem varði allt að sextán ára fangelsi. Héraðssdómur Reykjaness hafði fallist á kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum um fjögurra vikna gæsluvarðhald. Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að klukkan þrjú aðfaranótt 9. mars hafi lögreglu borist tilkynning um yfirstandandi líkamsárás. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar barnsmóðir og sambýliskona mannsins og vitni, önnur kona sem líkast til er skyld konunni eða vinkona hennar.Lýsti ranghugmyndum um framhjáhald Barnsmóðirin lýsti því hvernig maðurinn hefði í gegnum tíðina lagt á hana hendur og beitt hana sömuleiðis andlegu ofbeldi. Fyrr um daginn hefði hann verið haldinn ranghugmyndum um að hún væri að halda framhjá sér og hann þá ráðist að henni. Hún hafi heyrt hana fara inn í eldhús í hnífaparaskúffuna og við það orðið svo hrædd að hún hljóp út úr húsinu. Maðurinn hafi elt hana með hníf í hendi og skellt henni í jörðina. Hótaði hann að stinga hana ef hún upplýsti ekki um framhjáhaldið. Vitnið og lögregla hefði komið á sama tíma en þá hefði maðurinn kastað hnífnum frá sér undir bíl og sagst ekki hafa verið með hníf. Hann hafi svo ekið burt. Á úlpu konunnar hafi sést gat eftir hnífinn við hjartastað. Við öryggisleit fann lögregla tvo hnífa á vettvangi. Konan og maðurinn eiga saman ungt barn. Þá kemur fram í skýrslu lögreglu að lögregla hafi áður þurft að hafa afskipti af manninum vegna sambærilegs mál í nóvember 2017. Þá hafi maðurinn verið stöðvaður við akstur, grunaður um akstur undir áhrifum. Viðurkenndi hann mikla neyslu amfetamíns. Þrjú önnur dæmi um ofbeldi Konan lýsti þremur öðrum tilvikum fyrir lögreglu þar sem maðurinn á að hafa beitt hana ofbeldi. Í janúar, október og nóvember í fyrra. Segir hún manninn hafa þrengt að hálsi hennar með hleðslusnúru af farsíma í október í fyrra þegar hún var gengin sjö mánuði með barn þeirra. Taldi lögregla kominn fram sterkan grun um að maðurinn hefði framið verknað sem varðaði allt að 16 ára eða ævilöngu fangelsi. „Um sé að ræða mjög alvarlegt brot og hafi kærða mátt vera ljóst að brotið hefði í för með sér bersýnilega hættu fyrir brotaþola. Þá hafi kærða mátt verða ljóst að bersýnilegur lífsháski hafi verið búinn af verkinu. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að kærða verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar í refsivörslukerfinu.“ Á þetta féllst héraðsdómur og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur taldi aftur á móti ekki að gögnin sýndu að varnaraðilinn væri undir sterkum grun um að hafa framið verknaðinn. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi.
Lögreglumál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira