Ekkert liggur fyrir um hvort eða hvaða ráðamenn fara til Rússlands í sumar Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2018 13:30 Líklegt verður að teljast að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra og Lilja Dögg íþróttamálaráðherra hafi ætlað sér á HM í sumar, en ekkert liggur fyrir um það innan ráðuneytisins hvort, hverjir eða hversu margir eru að fara. Hvað þá hvað þetta mun kosta. Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar. Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Engar ákvarðanir um ferðir einstakra ráðherra í tengslum við HM hafa verið teknar né liggja þær fyrir innan menntamálaráðuneytisins, en íþróttamálin heyra undir Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um hvort rétt gæti verið að íslenskir ráðamenn sniðgangi Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna málsins sem tengist Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara en honum og dóttur hans Yuliu Skripal var byrlað taugaeitur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að ef ríkisstjórnin taki þá ákvörðun að sniðganga HM verði það gert í samráði við helstu nágrannaþjóðir.Ekki vitað hvaða ráðamenn fara eða hvort þeir fari Samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis þá liggur ekkert fyrir um það hvort eða hverjir og hversu margir fari á vegum hinnar íslensku stjórnsýslu. „Heimsmeistaramótið í Rússlandi er sögulegt fyrir íslenska knattspyrnu sem og þjóðina alla. Í því eru fólgin ýmis tækifæri fyrir land og þjóð en vinna við landkynningu í kringum keppnina er í gangi. Ákvörðun um ferðir einstakra ráðherra hefur ekki verið tekin. Þá hefur ákvörðun um ferðir starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafa unnið að undirbúningi mótsins ekki verið tekin,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson í menntamálaráðuneytinu í svari til Vísis.Ekkert liggur fyrir um kostnað Jafnframt er spurt hvort fyrir liggi einhver fjárhagsáætlun af hálfu hins opinbera, hvað slík hópferð á vegum ráðuneytanna myndi kosta? „Fjárhagsáætlun sem tekur mið af miðum, gistingu, uppihaldi og dagpeningum liggur því ekki fyrir. Hingað til hefur enginn kostnaður fallið til innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna ferða á heimsmeistaramótið í Rússlandi,“ segir Hafþór Eide.Alger óvissa uppi um stöðu mála Ljóst er að slíkt verður ekki gert fyrirvaralaust en Hafþór bendir á að KSÍ hafi milligöngu um miða fyrir ráðuneytið vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi. „Ekki liggur fyrir fjöldi miða sem verða nýttir þar sem ákvörðun um ferðir í tengslum við heimsmeistaramótið hefur ekki verið tekin.“ Þannig er uppi fullkomin óvissa um; hvort, hversu margir og hverjir meðal íslenskra ráðamanna og aðstoðarmanna þeirra eru að fara til Rússlands til að fylgjast með íslenska landsliðinu. Og ekkert liggur fyrir um kostnað vegna hugsanlegrar farar.
Tengdar fréttir „Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
„Putin mun nota HM í sumar eins og Hitler notaði Ólympíuleikana 1936“ Utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson, líkti Vladimir Putin, forseta Rússlands, við Adolf Hitler í gær. 22. mars 2018 08:30
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46
Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ. 19. mars 2018 06:00