Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 23:10 McMaster (t.v.) fer út, Bolton (t.h.) kemur inn. Bolton verður þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump á rúmu ári. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að segja af sér. Í hans stað kemur John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sem hefur talað fyrir því að ráðast á Norður-Kóreu að fyrra bragði.New York Times hefur þetta eftir embættismönnum í Hvíta húsinu. Samband McMaster og Trump hefur verið stirt undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um mögulegt brotthvarf þess fyrrnefnda. McMaster hefur meðal annars verið ósammála Trump um alþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írans sem forsetinn vill rifta. Hann hafi flýtt afsögn sinni vegna þess að hann taldi vangavelturnar um framtíð sína hafa skaðleg áhrif á viðræður við fulltrúa annarra ríkja. Heimildir blaðsins herma að ákvörðunin um afsögnina hafi verið tekin í góðu. Hún tengist ekki leka um minnisblað sem ráðgjafar Trump undirbjuggu fyrir símtal hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag. Trump hunsaði þá ráðleggingar um að óska Pútín ekki til hamingju með endurkjör sitt og fordæmdi heldur ekki taugaeitursárásina í Bretlandi sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um. McMaster tók við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa eftir að Trump rak Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, eftir innan við mánuð eftir valdatökuna. Flynn hafði þá ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Flynn er einn þeirra sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Náðu aldrei saman Það var ekki aðeins í málefnum Írans sem kastast hafði í kekki á milli Trump og McMaster. Trump setti ofan í við McMaster á Twitter í febrúar eftir að þjóðaröryggisráðgjafinn hafði sagt opinberlega að sannanirnar fyrir því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru óvefengjanlegar. Trump tísti um að McMaster hefði gleymt að segja að þau afskipti hefðu ekki haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna og sakaði demókrata um hafa raunverulega átt í samráði við Rússa.Trump og McMaster þegar allt lék í lyndi.Vísir/AFPNew York Times segir einnig að Trump og McMaster hafi ekki þekkst þegar sá síðarnefndi tók við stöðunni í fyrra. Þeir hafi aldrei náð saman. McMaster aðhylltist röð og reglu en Trump væri ólíkindatól sem hefði litla þolinmæði með „smáatriðum og blæbrigðum flókinna þjóðaröryggismálefna“.Vill hefja stríð við Íran og Norður-Kóreu Eftirmaður McMaster verður John Bolton. Honum er lýst sem einum róttækasta harðlínumanni í utanríkismálum í Bandaríkjunum. Bolton fór meðal annars með vopnaeftirlitsmál fyrir ríkisstjórn George W. Bush í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Fullyrti hann afdráttarlaust að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum, þvert á það sem síðar kom í ljós. Í seinni tíð hefur Bolton meðal annars lýst því yfir að Bandaríkin ættu að hefja stríð gegn bæði Íran og Norður-Kóreu. Hann hefur undanfarið verið áberandi álitsgjafi á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Bandaríkjaforseti fylgist með nær daglega. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að segja af sér. Í hans stað kemur John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sem hefur talað fyrir því að ráðast á Norður-Kóreu að fyrra bragði.New York Times hefur þetta eftir embættismönnum í Hvíta húsinu. Samband McMaster og Trump hefur verið stirt undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um mögulegt brotthvarf þess fyrrnefnda. McMaster hefur meðal annars verið ósammála Trump um alþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írans sem forsetinn vill rifta. Hann hafi flýtt afsögn sinni vegna þess að hann taldi vangavelturnar um framtíð sína hafa skaðleg áhrif á viðræður við fulltrúa annarra ríkja. Heimildir blaðsins herma að ákvörðunin um afsögnina hafi verið tekin í góðu. Hún tengist ekki leka um minnisblað sem ráðgjafar Trump undirbjuggu fyrir símtal hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag. Trump hunsaði þá ráðleggingar um að óska Pútín ekki til hamingju með endurkjör sitt og fordæmdi heldur ekki taugaeitursárásina í Bretlandi sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um. McMaster tók við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa eftir að Trump rak Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, eftir innan við mánuð eftir valdatökuna. Flynn hafði þá ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Flynn er einn þeirra sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Náðu aldrei saman Það var ekki aðeins í málefnum Írans sem kastast hafði í kekki á milli Trump og McMaster. Trump setti ofan í við McMaster á Twitter í febrúar eftir að þjóðaröryggisráðgjafinn hafði sagt opinberlega að sannanirnar fyrir því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru óvefengjanlegar. Trump tísti um að McMaster hefði gleymt að segja að þau afskipti hefðu ekki haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna og sakaði demókrata um hafa raunverulega átt í samráði við Rússa.Trump og McMaster þegar allt lék í lyndi.Vísir/AFPNew York Times segir einnig að Trump og McMaster hafi ekki þekkst þegar sá síðarnefndi tók við stöðunni í fyrra. Þeir hafi aldrei náð saman. McMaster aðhylltist röð og reglu en Trump væri ólíkindatól sem hefði litla þolinmæði með „smáatriðum og blæbrigðum flókinna þjóðaröryggismálefna“.Vill hefja stríð við Íran og Norður-Kóreu Eftirmaður McMaster verður John Bolton. Honum er lýst sem einum róttækasta harðlínumanni í utanríkismálum í Bandaríkjunum. Bolton fór meðal annars með vopnaeftirlitsmál fyrir ríkisstjórn George W. Bush í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Fullyrti hann afdráttarlaust að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum, þvert á það sem síðar kom í ljós. Í seinni tíð hefur Bolton meðal annars lýst því yfir að Bandaríkin ættu að hefja stríð gegn bæði Íran og Norður-Kóreu. Hann hefur undanfarið verið áberandi álitsgjafi á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Bandaríkjaforseti fylgist með nær daglega.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30