Skylt verði að dagforeldrar starfi að lágmarki tveir saman Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Tuttugu mánaða gömlu stúlka var flutt með sjúkrabíl eftir að hafa hlotið áverka á meðan hún var í umsjá dagmóður í októbermánuði 2016. Dagmóðirin hefur verið fundin sek um að hafa veitt barninu áverkana. Vísir/Heiða Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt til þess að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Samkvæmt núverandi reglugerð, sem er gefin út af félagsmálaráðherra, geta dagforeldrar starfað einstæðir. „Þetta er byggt á reglugerð og við höfum eindregið hvatt til þess að þeirri reglugerð verði breytt, þannig að það séu að lágmarki tveir sem starfi saman. Sú reglugerð er í endurskoðun og við tökum þátt í þeirri vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð í mörg ár að við teljum mjög mikilvægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn dagmóður í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður. Umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut.Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikilvægt að núverandi kerfi sé breytt.vísir/vilhelmKvaðst dagmóðirin ekki hafa séð þegar barnið datt. Réttarmeinafræðingur, sem lögreglan leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hefði fallið. Undir þá skoðun tók dómkvaddur réttarmeinafræðingur og læknirinn sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómsniðurstöðu að þeir sérfræðingar sem hafi komið fyrir dóminn telji allir að áverkar á barninu samræmist því að hún hafi verið beitt einhvers konar ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá séu áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Dómurinn telur að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákærunni. Fréttablaðið spurði Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslu og frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort til greina kæmi af hálfu bæjarins að skylda dagforeldra til þess að vera að minnsta kosti tveir saman. Í svari frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi gildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Á vegum velferðarráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða reglugerðina. Fréttablaðið óskaði svara frá félagsmálaráðherra um vinnu við reglugerðarbreytinguna. Þau svör hafa ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfsmaður Mosfellsbæjar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04 Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt til þess að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Samkvæmt núverandi reglugerð, sem er gefin út af félagsmálaráðherra, geta dagforeldrar starfað einstæðir. „Þetta er byggt á reglugerð og við höfum eindregið hvatt til þess að þeirri reglugerð verði breytt, þannig að það séu að lágmarki tveir sem starfi saman. Sú reglugerð er í endurskoðun og við tökum þátt í þeirri vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð í mörg ár að við teljum mjög mikilvægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn dagmóður í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður. Umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut.Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikilvægt að núverandi kerfi sé breytt.vísir/vilhelmKvaðst dagmóðirin ekki hafa séð þegar barnið datt. Réttarmeinafræðingur, sem lögreglan leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hefði fallið. Undir þá skoðun tók dómkvaddur réttarmeinafræðingur og læknirinn sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómsniðurstöðu að þeir sérfræðingar sem hafi komið fyrir dóminn telji allir að áverkar á barninu samræmist því að hún hafi verið beitt einhvers konar ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá séu áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Dómurinn telur að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákærunni. Fréttablaðið spurði Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslu og frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort til greina kæmi af hálfu bæjarins að skylda dagforeldra til þess að vera að minnsta kosti tveir saman. Í svari frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi gildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Á vegum velferðarráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða reglugerðina. Fréttablaðið óskaði svara frá félagsmálaráðherra um vinnu við reglugerðarbreytinguna. Þau svör hafa ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfsmaður Mosfellsbæjar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04 Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04
Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25