Skylt verði að dagforeldrar starfi að lágmarki tveir saman Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2018 07:00 Tuttugu mánaða gömlu stúlka var flutt með sjúkrabíl eftir að hafa hlotið áverka á meðan hún var í umsjá dagmóður í októbermánuði 2016. Dagmóðirin hefur verið fundin sek um að hafa veitt barninu áverkana. Vísir/Heiða Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt til þess að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Samkvæmt núverandi reglugerð, sem er gefin út af félagsmálaráðherra, geta dagforeldrar starfað einstæðir. „Þetta er byggt á reglugerð og við höfum eindregið hvatt til þess að þeirri reglugerð verði breytt, þannig að það séu að lágmarki tveir sem starfi saman. Sú reglugerð er í endurskoðun og við tökum þátt í þeirri vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð í mörg ár að við teljum mjög mikilvægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn dagmóður í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður. Umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut.Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikilvægt að núverandi kerfi sé breytt.vísir/vilhelmKvaðst dagmóðirin ekki hafa séð þegar barnið datt. Réttarmeinafræðingur, sem lögreglan leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hefði fallið. Undir þá skoðun tók dómkvaddur réttarmeinafræðingur og læknirinn sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómsniðurstöðu að þeir sérfræðingar sem hafi komið fyrir dóminn telji allir að áverkar á barninu samræmist því að hún hafi verið beitt einhvers konar ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá séu áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Dómurinn telur að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákærunni. Fréttablaðið spurði Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslu og frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort til greina kæmi af hálfu bæjarins að skylda dagforeldra til þess að vera að minnsta kosti tveir saman. Í svari frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi gildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Á vegum velferðarráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða reglugerðina. Fréttablaðið óskaði svara frá félagsmálaráðherra um vinnu við reglugerðarbreytinguna. Þau svör hafa ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfsmaður Mosfellsbæjar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04 Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur eindregið hvatt til þess að reglugerð um daggæslu í heimahúsum verði breytt þannig að tveir dagforeldrar að lágmarki starfi saman. Samkvæmt núverandi reglugerð, sem er gefin út af félagsmálaráðherra, geta dagforeldrar starfað einstæðir. „Þetta er byggt á reglugerð og við höfum eindregið hvatt til þess að þeirri reglugerð verði breytt, þannig að það séu að lágmarki tveir sem starfi saman. Sú reglugerð er í endurskoðun og við tökum þátt í þeirri vinnu. Það hafa verið okkar skilaboð í mörg ár að við teljum mjög mikilvægt að þessu sé breytt,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudaginn dagmóður í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gagnvart 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður. Umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut.Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir mjög mikilvægt að núverandi kerfi sé breytt.vísir/vilhelmKvaðst dagmóðirin ekki hafa séð þegar barnið datt. Réttarmeinafræðingur, sem lögreglan leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hefði fallið. Undir þá skoðun tók dómkvaddur réttarmeinafræðingur og læknirinn sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómsniðurstöðu að þeir sérfræðingar sem hafi komið fyrir dóminn telji allir að áverkar á barninu samræmist því að hún hafi verið beitt einhvers konar ofbeldi, en áverkar á andliti gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá séu áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Dómurinn telur að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem lýst er í ákærunni. Fréttablaðið spurði Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslu og frístundasviðs Mosfellsbæjar, hvort til greina kæmi af hálfu bæjarins að skylda dagforeldra til þess að vera að minnsta kosti tveir saman. Í svari frá Mosfellsbæ segir að bærinn fylgi gildandi reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Á vegum velferðarráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða reglugerðina. Fréttablaðið óskaði svara frá félagsmálaráðherra um vinnu við reglugerðarbreytinguna. Þau svör hafa ekki borist. Í svörum frá Mosfellsbæ segir að fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari nefnd sé starfsmaður Mosfellsbæjar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04 Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dagmóðir dæmd í fangelsi: Mat réttarmeinafræðinga að stúlkan hafði verið beitt ofbeldi Móðir stúlku sem varð fyrir ofbeldi af hálfu dagmóður sinnar í október 2016 fékk áfall þegar hún kom á spítalann og sá áverkana á dóttur sinni. 22. mars 2018 23:04
Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Dagmóðirin braut gegn 20 mánaða sem var í umsjá hennar. 20. mars 2018 18:25