Flest páskaeggin einni krónu ódýrari í Bónus en Krónunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2018 12:20 Engin af þeim páskaeggjum sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði voru til í Costco. Vísir/Stefán Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum þann 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Lítill verðmunur er í flestum tilfellum á verði páskaeggja milli Krónunnar og Bónus, en í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verði milli þessara verslana. Þegar litið er til matvöru sem gjarnan er á borðum landsmanna á páskum þá reyndist mikill verðmunur vera á kjöti milli verslana en allt að 127 prósenta munur var á frosnum kjúklingabringum, 84 prósenta munur á frosnu lambalæri og 52 prósenta munur á fersku lambafille. Mikill verðmunur var einnig á ýmsum öðrum vörum í könnuninni eins og ís, grænmeti, brauði og drykkjarvörum.Verðmerkingum ábótavant Mesti verðmunurinn var á páskaeggjum frá Freyju en allt að 57% verðmunur eða 1.240 kr. munur reyndist á Freyju Ríseggi með saltkaramellubragði nr. 9, Freyju Ríseggi nr. 9, Freyju draumaeggi nr. 9 og Freyju draumaeggi með lakkrís nr. 9. Í öllum þessum tilfellum voru páskaeggin ódýrust í Bónus á 2.129 kr. en dýrust í Hagkaup á 3.399 kr. Ódýrustu páskaeggin var oftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var með dýrustu páskaeggin í 19 tilfellum. Í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verði eggjanna í Bónus og Krónunni. Verðmerkingum var talsvert ábótavant í Hagkaup en í 8 tilfellum voru páskaegg þar óverðmerkt. Ekkert af þeim páskaeggjum sem verðlagseftirlitið kannaði verð á var fáanlegt í verslun Víðis í Skeifunni og í Costco. Í meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um mikinn verðmun á páskaeggjum milli verslana.Samanburður á verði páskaeggja.Allt að 127% verðmunur á kjöti Mikill verðmunur var á kjöti í könnuninni en 127 % munur var á frosnum kjúklingabringum, lægsta verðið mátti finna í Hagkaupum, 1.189 kr. kg en það hæsta í Víði, 2.698 kr./kg. Þá var mikill verðmunur á fersku lambafille eða allt að 52%. kg. Þrjár verslanir voru með sama og lægsta verðið á lambafille, 4.998 kr. kg. en það voru verslanirnar Kjörbúðin, Nettó og Bónus en hæsta verðið mátti finna í Víði, 6.850 kr./kg. Töluverður verðmunur var einnig á frosnu lambalæri eða allt að 84% sem gera 751 kr., lægst var verðið í Víði, 898 kr./kg en hæst í Hagkaup 1.649 kr./kg.Hægt að spara sér töluverðar upphæðir við innkaup á mat fyrir hátíðarnar Mikinn verðmun mátti finna í öllum vöruflokkum í könnuninni og ef verðmunurinn er skoðaður í krónum talið er ljóst að það má spara sér töluverðar upphæðir með því að leita að besta verðinu. Þannig var allt að 431 kr. eða 62% munur á 2l. pakkningu af vanillu Mjúkís frá Kjörís, ódýrastur var hann á 698 kr. í Bónus en dýrastur á 1.129 kr. í Kjörbúðinni. Allt að 800 króna eða 52% munur var á kílóverði af Piknik stráum, hæst var kílóverðið í Hagkaup á 2.349 kr. en lægst í Krónunni, 1.549 kr. Mjög mikill verðmunur var á grænmeti eða allt að 188% á lægsta kílóverðinu af lauk sem var á 75 kr. í Bónus en 216 kr. í Costco. Þá var allt að 401 krónu eða 101% munur kílóverðinu af papriku, lægst var það í Bónus, 398 kr. en hæst í Iceland, 799 krónur. Allt að 87% verðmunur á íslenskum Hornafjarðar kartöflum, lægsta kílóverðið mátti finna í Bónus, 259 kr. en það hæsta í Hagkaup, 485 krónur. Töluverður verðmunur var einnig á brauði en sem dæmi má nefna að 50% verðmunur var á Lífskorni m. tröllahöfrum og chia fræjum, ódýrast var það á 379 kr. í Krónunni en dýrast á 568 kr. í Víði.Um könnunina Í könnuninni var hilluverð á 89 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Granda, Nettó í Mjódd, Krónan Granda, Hagkaup í Skeifunni, Iceland í Breiðholti, Fjarðarkaup, Víði Skeifunni, Costco og Kjörbúðinni Neskaupsstað. Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ. Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum þann 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Lítill verðmunur er í flestum tilfellum á verði páskaeggja milli Krónunnar og Bónus, en í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verði milli þessara verslana. Þegar litið er til matvöru sem gjarnan er á borðum landsmanna á páskum þá reyndist mikill verðmunur vera á kjöti milli verslana en allt að 127 prósenta munur var á frosnum kjúklingabringum, 84 prósenta munur á frosnu lambalæri og 52 prósenta munur á fersku lambafille. Mikill verðmunur var einnig á ýmsum öðrum vörum í könnuninni eins og ís, grænmeti, brauði og drykkjarvörum.Verðmerkingum ábótavant Mesti verðmunurinn var á páskaeggjum frá Freyju en allt að 57% verðmunur eða 1.240 kr. munur reyndist á Freyju Ríseggi með saltkaramellubragði nr. 9, Freyju Ríseggi nr. 9, Freyju draumaeggi nr. 9 og Freyju draumaeggi með lakkrís nr. 9. Í öllum þessum tilfellum voru páskaeggin ódýrust í Bónus á 2.129 kr. en dýrust í Hagkaup á 3.399 kr. Ódýrustu páskaeggin var oftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var með dýrustu páskaeggin í 19 tilfellum. Í 25 tilfellum af 32 munaði einungis einni krónu á verði eggjanna í Bónus og Krónunni. Verðmerkingum var talsvert ábótavant í Hagkaup en í 8 tilfellum voru páskaegg þar óverðmerkt. Ekkert af þeim páskaeggjum sem verðlagseftirlitið kannaði verð á var fáanlegt í verslun Víðis í Skeifunni og í Costco. Í meðfylgjandi töflu má sjá dæmi um mikinn verðmun á páskaeggjum milli verslana.Samanburður á verði páskaeggja.Allt að 127% verðmunur á kjöti Mikill verðmunur var á kjöti í könnuninni en 127 % munur var á frosnum kjúklingabringum, lægsta verðið mátti finna í Hagkaupum, 1.189 kr. kg en það hæsta í Víði, 2.698 kr./kg. Þá var mikill verðmunur á fersku lambafille eða allt að 52%. kg. Þrjár verslanir voru með sama og lægsta verðið á lambafille, 4.998 kr. kg. en það voru verslanirnar Kjörbúðin, Nettó og Bónus en hæsta verðið mátti finna í Víði, 6.850 kr./kg. Töluverður verðmunur var einnig á frosnu lambalæri eða allt að 84% sem gera 751 kr., lægst var verðið í Víði, 898 kr./kg en hæst í Hagkaup 1.649 kr./kg.Hægt að spara sér töluverðar upphæðir við innkaup á mat fyrir hátíðarnar Mikinn verðmun mátti finna í öllum vöruflokkum í könnuninni og ef verðmunurinn er skoðaður í krónum talið er ljóst að það má spara sér töluverðar upphæðir með því að leita að besta verðinu. Þannig var allt að 431 kr. eða 62% munur á 2l. pakkningu af vanillu Mjúkís frá Kjörís, ódýrastur var hann á 698 kr. í Bónus en dýrastur á 1.129 kr. í Kjörbúðinni. Allt að 800 króna eða 52% munur var á kílóverði af Piknik stráum, hæst var kílóverðið í Hagkaup á 2.349 kr. en lægst í Krónunni, 1.549 kr. Mjög mikill verðmunur var á grænmeti eða allt að 188% á lægsta kílóverðinu af lauk sem var á 75 kr. í Bónus en 216 kr. í Costco. Þá var allt að 401 krónu eða 101% munur kílóverðinu af papriku, lægst var það í Bónus, 398 kr. en hæst í Iceland, 799 krónur. Allt að 87% verðmunur á íslenskum Hornafjarðar kartöflum, lægsta kílóverðið mátti finna í Bónus, 259 kr. en það hæsta í Hagkaup, 485 krónur. Töluverður verðmunur var einnig á brauði en sem dæmi má nefna að 50% verðmunur var á Lífskorni m. tröllahöfrum og chia fræjum, ódýrast var það á 379 kr. í Krónunni en dýrast á 568 kr. í Víði.Um könnunina Í könnuninni var hilluverð á 89 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef að afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Granda, Nettó í Mjódd, Krónan Granda, Hagkaup í Skeifunni, Iceland í Breiðholti, Fjarðarkaup, Víði Skeifunni, Costco og Kjörbúðinni Neskaupsstað. Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.
Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira