Jesse Lingard tryggði England sigur á Hollandi í vináttulandsleik þjóðanna í Hollandi í kvöld. Lokatölur urðu 1-0 sigur Englendinga.
Eina mark leiksins skoraði Manchester United-maðurinn á 59. mínútu en stuttu síðar fór hann svo af velli. Vörn Englands hélt og góður 1-0 sigur þeirra staðreynd en liðið er að undirbúa sig fyrir HM.
Argentína, mótherjar Íslands á HM næsta sumar, unnu Ítala á Etihad leikvanginum, 2-0, með mörkum frá Ever Banega og Manuel Lanzini. Mörkin komu bæði á síðasta stundarfjórðungnum.
Aðrir mótherjar Íslands á HM, Nígería, unnu 1-0 sigur á firnasterku liði Pólverja. Victor Moses, leikmaður Chelsea, skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum.
Portúgal marði Egyptaland, 2-1, með tveimur mörkum frá Cristiano Ronaldo í uppbótartíma. Hinn sjóðheiti Mohamed Salah hafði komið Egyptum yfir en Ronaldo jafnaði og tryggði Portúgölum svo sigur á elleftu stundu.
Stórveldin Þýskaland og gerðu 1-1 jafntefli í Dusseldorf. Rodrigo kom Spáni yfir á sjöttu mínútu en Thomas Muller jafnaði fyrir hlé með laglegu skoti eftir góða sókn Þjóðverja.
Frakkar köstuðu frá sér tveggja marka forystu gegn Kólumbíu í París. Oliver Giroud og Thomas Lemor komu Frökkum í 2-0 en mörk frá Luis Muriel, Radamel Falcao og Juan Quintero tryggði Kólumbíumönnum 3-2 sigur.
Lingard kláraði Holland │ Mótherjar Íslands á HM með sigra
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti