Seinni bylgjan: „Er svo hneykslaður á þessu að ég næ ekki upp í nefið á mér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. mars 2018 20:00 Leikmenn ÍBV voru átta þegar Fram tók miðju vísir/skjáskot Eitt helsta umræðumál íslensks handbolta eftir loka umferð Olís deildar karla var að ÍBV var með átta leikmenn inni á vellinum eftir sigurmark þeirra gegn Fram, sem jafnframt tryggði þeim deildarmeistaratitilinn. Selfoss, sem hefði orðið deildarmeistari hefði leikurinn farið í jafntefli eða Fram unnið, kærði framkvæmd leiksins eins og Vísir greindi frá í gær. Í gærkvöld fór fram uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport þar sem þetta mál var að sjálfsögðu tekið fyrir. Gunnar Berg Viktorsson, einn spekinga þáttarins, var vægast sagt hneykslaður á kærunni. „Ég bara veit ekki hvað skal segja um svona. Það er fordæmalaust að annað lið sé að kæra einhvern leik sem þeir eru ekki þáttakandi að,“ sagði Gunnar Berg. „Mér finnst þetta ótrúlega skrítið og ég er svo hneykslaður á þessu að ég næ ekki upp í nefið á mér.“ En afhverju var kæran svona hneykslanleg, Selfoss hafði hagsmuna að gæta í þessum leik og var framkvæmdin greinilega ólögleg. „Í fyrsta lagi hefur Magnús [Stefánsson, áttundi maðurinn í liði ÍBV] engin áhrif á leikinn þarna, það er klárt mál. Þetta gerist í öllum leikjum út um allt. Ef að Selfyssingar eru að kæra, á varamannabekknum hjá þeim eru ekki nema svona 10 sentimetrar [í völlinn] og það er alltaf einhver leikmaður hjá þeim að labba inn á völlin óafvitandi.“ „Auðvitað er þetta ólöglegt, en menn líta framhjá þessu. Ég stórefa að þeir muni gera eitthvað í þessari kæru.“ Sú varð raunin, en Vísir greindi frá því í dag að dómstóll HSÍ hafi vísað málinu frá. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu einnig rafmagnsleysið í Safamýrinni og Tómas Þór Þórðarson ljóstraði því upp hverjir hafi verið á bak við myrkrið sem skall á í miðjum leik. Myndbrotið úr þættinum má sjá hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Eitt helsta umræðumál íslensks handbolta eftir loka umferð Olís deildar karla var að ÍBV var með átta leikmenn inni á vellinum eftir sigurmark þeirra gegn Fram, sem jafnframt tryggði þeim deildarmeistaratitilinn. Selfoss, sem hefði orðið deildarmeistari hefði leikurinn farið í jafntefli eða Fram unnið, kærði framkvæmd leiksins eins og Vísir greindi frá í gær. Í gærkvöld fór fram uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport þar sem þetta mál var að sjálfsögðu tekið fyrir. Gunnar Berg Viktorsson, einn spekinga þáttarins, var vægast sagt hneykslaður á kærunni. „Ég bara veit ekki hvað skal segja um svona. Það er fordæmalaust að annað lið sé að kæra einhvern leik sem þeir eru ekki þáttakandi að,“ sagði Gunnar Berg. „Mér finnst þetta ótrúlega skrítið og ég er svo hneykslaður á þessu að ég næ ekki upp í nefið á mér.“ En afhverju var kæran svona hneykslanleg, Selfoss hafði hagsmuna að gæta í þessum leik og var framkvæmdin greinilega ólögleg. „Í fyrsta lagi hefur Magnús [Stefánsson, áttundi maðurinn í liði ÍBV] engin áhrif á leikinn þarna, það er klárt mál. Þetta gerist í öllum leikjum út um allt. Ef að Selfyssingar eru að kæra, á varamannabekknum hjá þeim eru ekki nema svona 10 sentimetrar [í völlinn] og það er alltaf einhver leikmaður hjá þeim að labba inn á völlin óafvitandi.“ „Auðvitað er þetta ólöglegt, en menn líta framhjá þessu. Ég stórefa að þeir muni gera eitthvað í þessari kæru.“ Sú varð raunin, en Vísir greindi frá því í dag að dómstóll HSÍ hafi vísað málinu frá. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu einnig rafmagnsleysið í Safamýrinni og Tómas Þór Þórðarson ljóstraði því upp hverjir hafi verið á bak við myrkrið sem skall á í miðjum leik. Myndbrotið úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira