Skollamergð á lokahring Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 22:15 Ólafía er í fínni stöðu í Kaliforníu vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Kia Classic mótinu í golfi í kvöld en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn átti Ólafía frábæran dag í gær þar sem hún setti meðal annars fimm fugla á sex holum. Fyrir lokadaginn í dag var hún í 35.-39. sæti á fjórum höggum undir pari og átti möguleika á að komast ofar með svipaðri spilamennsku og hún sýndi í gær. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum í dag og endaði hún í 76.-80. sæti eftir mjög mislukkaðan dag. Fyrstu holurnar voru mjög stöðugar hjá Ólafíu. Hún paraði sjö af fyrstu átta holum, fékk skolla á fjórðu braut. Svo komu tveir skollar í röð og tvöfaldur skolli á 13. braut. Þá var hún komin yfir parið og átti ekki eftir að fara undir það aftur. Ólafía náði einum fugl á vellinum í dag, á 16. holu. Hún fékk hins vegar skolla á 15. og 17. holu og spilaði því hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að enn séu kylfingar úti á vellinum þegar þessi frétt er skrifuð er nokkuð öruggt að staða Ólafíu sé lokaniðurstaðan þar sem næsti kylfingur fyrir ofan sem ekki hefur lokið leik er á þremur höggum undir pari. Mótið var það fjórða sem Ólafía tók þátt í á LPGA mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum en endaði jöfn í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahama eyjum. Stutt er í næsta mót en Ólafía Þórunn verður meðal keppenda á Ana Inspiration mótinu sem hefst strax næsta fimmtudag. Mótið er fyrsta risamót ársins. Mikil barátta er á toppi töflunnar á Kia Classic mótinu og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 23:00. Beina textalýsingu frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Kia Classic mótinu í golfi í kvöld en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn átti Ólafía frábæran dag í gær þar sem hún setti meðal annars fimm fugla á sex holum. Fyrir lokadaginn í dag var hún í 35.-39. sæti á fjórum höggum undir pari og átti möguleika á að komast ofar með svipaðri spilamennsku og hún sýndi í gær. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum í dag og endaði hún í 76.-80. sæti eftir mjög mislukkaðan dag. Fyrstu holurnar voru mjög stöðugar hjá Ólafíu. Hún paraði sjö af fyrstu átta holum, fékk skolla á fjórðu braut. Svo komu tveir skollar í röð og tvöfaldur skolli á 13. braut. Þá var hún komin yfir parið og átti ekki eftir að fara undir það aftur. Ólafía náði einum fugl á vellinum í dag, á 16. holu. Hún fékk hins vegar skolla á 15. og 17. holu og spilaði því hringinn í dag á 6 höggum yfir pari og var samtals á tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir að enn séu kylfingar úti á vellinum þegar þessi frétt er skrifuð er nokkuð öruggt að staða Ólafíu sé lokaniðurstaðan þar sem næsti kylfingur fyrir ofan sem ekki hefur lokið leik er á þremur höggum undir pari. Mótið var það fjórða sem Ólafía tók þátt í á LPGA mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum en endaði jöfn í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahama eyjum. Stutt er í næsta mót en Ólafía Þórunn verður meðal keppenda á Ana Inspiration mótinu sem hefst strax næsta fimmtudag. Mótið er fyrsta risamót ársins. Mikil barátta er á toppi töflunnar á Kia Classic mótinu og hefst bein útsending á Golfstöðinni klukkan 23:00. Beina textalýsingu frá hring Ólafíu má sjá hér að neðan.
Golf Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira