Karembeu segir Ísland geta náð langt á HM: „Kem og fagna með ykkur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 19:15 Christian Karembeu, fyrrum heimsmeistari í fótbolta, segir allt geta gerst á HM í Rússlandi í sumar og hefur fulla trú á að Íslendingar geti náð langt. Karembeu kom til Íslands í morgun í vel myndskreyttri flugvél, en með í för var hin eina sanna HM stytta, verðlaunagripurinn sem Karembeu lyfti í Frakklandi 1998.Flugvélin sem ber styttuna og Karembeu um heiminn er einkar glæsilegvísir/friðrikSíðan árið 2006 hefur FIFA í samstarfi við Coca cola flutt HM bikarinn um allan heim í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótin. Á þessu ári er Ísland í fyrsta skipti á meðal áfangastaða, sem er við hæfi í ljósi þess að Ísland er á leið á HM í fyrsta skipti. Karembeu var hluti af franska landsliðinu sem vann á heimavelli árið 1998, fyrir 20 árum síðan. „Það er ein af mínum uppáhalds minningum. Sem fótboltamaður er aðal markmiðið að ná í verðlaun og þarna rættist draumur okkar allra,“ sagði Karembeu í viðtali við íþróttadeild í dag. Karembeu afhjúpaði verðlaunagripinn, sem er 6kg og 18 karöt af gulli, með viðhöfn inni í flugvélinni sem flutti þá báða, Karembeu og gripinn, til landsins í dag. „Ég er ótrúlega heppin að hafa spilað með svona frábæru liði sem gaf mér tækifæri á að lyfta bikarnum. Það er töfrum líkast og lifir með manni að eilífu.“ Aðeins einn maður á Íslandi má lyfta bikarnum, Guðni Th. Jóhannesson forseti, því aðeins æðstu ráðamenn hvers lands og leikmenn sem hafa unnið keppnina mega lyfta styttunni.Carlos Cruz, Klara Bjartmarz og Karembeu við styttuna eftirsóttu eftir að hulunni hafði verið lyft af verðlaunagripnum.vísir/friðrikNokkrum mánuðum eftir að Karembeu og félagar unnu HM í Frakklandi mættu þeir til Íslands og spiluðu við íslenska landsliðið í undankeppni EM 2000. Leikurinn er einn stærsti sigur íslenskrar fótboltasögu, að undanskildum síðustu árum, en liðin skildu jöfn 1-1. „Að sjálfsögðu man ég eftir þeim leik. Við vorum heimsmeistarar, mættum hingað og héldum að þetta yrði auðvelt. En ekkert fór eins og við bjuggumst við.“ „Ísland skoraði fyrsta markið [Ríkharður Daðason skoraði með laglegum skalla] og við þurftum að hlaupa og berjast til að ná jafnteflinu. Þetta var ekki auðveldur leikur og þeir stóðu sig vel.“ Ísland var ekki hátt skrifað í fótboltaheiminum á þeim tíma en hefur eins og alþjóð veit risið hátt á síðustu árum og hefur það ekki farið framhjá Karembeu. Hann taldi íslensku strákana geta náð langt í Rússlandi. „Margt getur komið á óvart í Rússlandi. Senegal komst langt árið 2002, Gana 2010, svo afhverju ekki? Ísland getur náð langt.“ „Ég mun koma hingað ef þið fagnið aftur eins og eftir EM.“ „Allir geta unnið bikarinn. Auðvitað eru menn eins og Messi hjá Argentínu, Neymar í Brasilíu og Özil og fleiri í þýska liðinu, við erum með Pogba og Griezmann, en þetta er mjög opin keppni,“ sagði fyrrum heimsmeistarinn Christian Karembeu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Christian Karembeu, fyrrum heimsmeistari í fótbolta, segir allt geta gerst á HM í Rússlandi í sumar og hefur fulla trú á að Íslendingar geti náð langt. Karembeu kom til Íslands í morgun í vel myndskreyttri flugvél, en með í för var hin eina sanna HM stytta, verðlaunagripurinn sem Karembeu lyfti í Frakklandi 1998.Flugvélin sem ber styttuna og Karembeu um heiminn er einkar glæsilegvísir/friðrikSíðan árið 2006 hefur FIFA í samstarfi við Coca cola flutt HM bikarinn um allan heim í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótin. Á þessu ári er Ísland í fyrsta skipti á meðal áfangastaða, sem er við hæfi í ljósi þess að Ísland er á leið á HM í fyrsta skipti. Karembeu var hluti af franska landsliðinu sem vann á heimavelli árið 1998, fyrir 20 árum síðan. „Það er ein af mínum uppáhalds minningum. Sem fótboltamaður er aðal markmiðið að ná í verðlaun og þarna rættist draumur okkar allra,“ sagði Karembeu í viðtali við íþróttadeild í dag. Karembeu afhjúpaði verðlaunagripinn, sem er 6kg og 18 karöt af gulli, með viðhöfn inni í flugvélinni sem flutti þá báða, Karembeu og gripinn, til landsins í dag. „Ég er ótrúlega heppin að hafa spilað með svona frábæru liði sem gaf mér tækifæri á að lyfta bikarnum. Það er töfrum líkast og lifir með manni að eilífu.“ Aðeins einn maður á Íslandi má lyfta bikarnum, Guðni Th. Jóhannesson forseti, því aðeins æðstu ráðamenn hvers lands og leikmenn sem hafa unnið keppnina mega lyfta styttunni.Carlos Cruz, Klara Bjartmarz og Karembeu við styttuna eftirsóttu eftir að hulunni hafði verið lyft af verðlaunagripnum.vísir/friðrikNokkrum mánuðum eftir að Karembeu og félagar unnu HM í Frakklandi mættu þeir til Íslands og spiluðu við íslenska landsliðið í undankeppni EM 2000. Leikurinn er einn stærsti sigur íslenskrar fótboltasögu, að undanskildum síðustu árum, en liðin skildu jöfn 1-1. „Að sjálfsögðu man ég eftir þeim leik. Við vorum heimsmeistarar, mættum hingað og héldum að þetta yrði auðvelt. En ekkert fór eins og við bjuggumst við.“ „Ísland skoraði fyrsta markið [Ríkharður Daðason skoraði með laglegum skalla] og við þurftum að hlaupa og berjast til að ná jafnteflinu. Þetta var ekki auðveldur leikur og þeir stóðu sig vel.“ Ísland var ekki hátt skrifað í fótboltaheiminum á þeim tíma en hefur eins og alþjóð veit risið hátt á síðustu árum og hefur það ekki farið framhjá Karembeu. Hann taldi íslensku strákana geta náð langt í Rússlandi. „Margt getur komið á óvart í Rússlandi. Senegal komst langt árið 2002, Gana 2010, svo afhverju ekki? Ísland getur náð langt.“ „Ég mun koma hingað ef þið fagnið aftur eins og eftir EM.“ „Allir geta unnið bikarinn. Auðvitað eru menn eins og Messi hjá Argentínu, Neymar í Brasilíu og Özil og fleiri í þýska liðinu, við erum með Pogba og Griezmann, en þetta er mjög opin keppni,“ sagði fyrrum heimsmeistarinn Christian Karembeu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira