Karembeu segir Ísland geta náð langt á HM: „Kem og fagna með ykkur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2018 19:15 Christian Karembeu, fyrrum heimsmeistari í fótbolta, segir allt geta gerst á HM í Rússlandi í sumar og hefur fulla trú á að Íslendingar geti náð langt. Karembeu kom til Íslands í morgun í vel myndskreyttri flugvél, en með í för var hin eina sanna HM stytta, verðlaunagripurinn sem Karembeu lyfti í Frakklandi 1998.Flugvélin sem ber styttuna og Karembeu um heiminn er einkar glæsilegvísir/friðrikSíðan árið 2006 hefur FIFA í samstarfi við Coca cola flutt HM bikarinn um allan heim í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótin. Á þessu ári er Ísland í fyrsta skipti á meðal áfangastaða, sem er við hæfi í ljósi þess að Ísland er á leið á HM í fyrsta skipti. Karembeu var hluti af franska landsliðinu sem vann á heimavelli árið 1998, fyrir 20 árum síðan. „Það er ein af mínum uppáhalds minningum. Sem fótboltamaður er aðal markmiðið að ná í verðlaun og þarna rættist draumur okkar allra,“ sagði Karembeu í viðtali við íþróttadeild í dag. Karembeu afhjúpaði verðlaunagripinn, sem er 6kg og 18 karöt af gulli, með viðhöfn inni í flugvélinni sem flutti þá báða, Karembeu og gripinn, til landsins í dag. „Ég er ótrúlega heppin að hafa spilað með svona frábæru liði sem gaf mér tækifæri á að lyfta bikarnum. Það er töfrum líkast og lifir með manni að eilífu.“ Aðeins einn maður á Íslandi má lyfta bikarnum, Guðni Th. Jóhannesson forseti, því aðeins æðstu ráðamenn hvers lands og leikmenn sem hafa unnið keppnina mega lyfta styttunni.Carlos Cruz, Klara Bjartmarz og Karembeu við styttuna eftirsóttu eftir að hulunni hafði verið lyft af verðlaunagripnum.vísir/friðrikNokkrum mánuðum eftir að Karembeu og félagar unnu HM í Frakklandi mættu þeir til Íslands og spiluðu við íslenska landsliðið í undankeppni EM 2000. Leikurinn er einn stærsti sigur íslenskrar fótboltasögu, að undanskildum síðustu árum, en liðin skildu jöfn 1-1. „Að sjálfsögðu man ég eftir þeim leik. Við vorum heimsmeistarar, mættum hingað og héldum að þetta yrði auðvelt. En ekkert fór eins og við bjuggumst við.“ „Ísland skoraði fyrsta markið [Ríkharður Daðason skoraði með laglegum skalla] og við þurftum að hlaupa og berjast til að ná jafnteflinu. Þetta var ekki auðveldur leikur og þeir stóðu sig vel.“ Ísland var ekki hátt skrifað í fótboltaheiminum á þeim tíma en hefur eins og alþjóð veit risið hátt á síðustu árum og hefur það ekki farið framhjá Karembeu. Hann taldi íslensku strákana geta náð langt í Rússlandi. „Margt getur komið á óvart í Rússlandi. Senegal komst langt árið 2002, Gana 2010, svo afhverju ekki? Ísland getur náð langt.“ „Ég mun koma hingað ef þið fagnið aftur eins og eftir EM.“ „Allir geta unnið bikarinn. Auðvitað eru menn eins og Messi hjá Argentínu, Neymar í Brasilíu og Özil og fleiri í þýska liðinu, við erum með Pogba og Griezmann, en þetta er mjög opin keppni,“ sagði fyrrum heimsmeistarinn Christian Karembeu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Christian Karembeu, fyrrum heimsmeistari í fótbolta, segir allt geta gerst á HM í Rússlandi í sumar og hefur fulla trú á að Íslendingar geti náð langt. Karembeu kom til Íslands í morgun í vel myndskreyttri flugvél, en með í för var hin eina sanna HM stytta, verðlaunagripurinn sem Karembeu lyfti í Frakklandi 1998.Flugvélin sem ber styttuna og Karembeu um heiminn er einkar glæsilegvísir/friðrikSíðan árið 2006 hefur FIFA í samstarfi við Coca cola flutt HM bikarinn um allan heim í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótin. Á þessu ári er Ísland í fyrsta skipti á meðal áfangastaða, sem er við hæfi í ljósi þess að Ísland er á leið á HM í fyrsta skipti. Karembeu var hluti af franska landsliðinu sem vann á heimavelli árið 1998, fyrir 20 árum síðan. „Það er ein af mínum uppáhalds minningum. Sem fótboltamaður er aðal markmiðið að ná í verðlaun og þarna rættist draumur okkar allra,“ sagði Karembeu í viðtali við íþróttadeild í dag. Karembeu afhjúpaði verðlaunagripinn, sem er 6kg og 18 karöt af gulli, með viðhöfn inni í flugvélinni sem flutti þá báða, Karembeu og gripinn, til landsins í dag. „Ég er ótrúlega heppin að hafa spilað með svona frábæru liði sem gaf mér tækifæri á að lyfta bikarnum. Það er töfrum líkast og lifir með manni að eilífu.“ Aðeins einn maður á Íslandi má lyfta bikarnum, Guðni Th. Jóhannesson forseti, því aðeins æðstu ráðamenn hvers lands og leikmenn sem hafa unnið keppnina mega lyfta styttunni.Carlos Cruz, Klara Bjartmarz og Karembeu við styttuna eftirsóttu eftir að hulunni hafði verið lyft af verðlaunagripnum.vísir/friðrikNokkrum mánuðum eftir að Karembeu og félagar unnu HM í Frakklandi mættu þeir til Íslands og spiluðu við íslenska landsliðið í undankeppni EM 2000. Leikurinn er einn stærsti sigur íslenskrar fótboltasögu, að undanskildum síðustu árum, en liðin skildu jöfn 1-1. „Að sjálfsögðu man ég eftir þeim leik. Við vorum heimsmeistarar, mættum hingað og héldum að þetta yrði auðvelt. En ekkert fór eins og við bjuggumst við.“ „Ísland skoraði fyrsta markið [Ríkharður Daðason skoraði með laglegum skalla] og við þurftum að hlaupa og berjast til að ná jafnteflinu. Þetta var ekki auðveldur leikur og þeir stóðu sig vel.“ Ísland var ekki hátt skrifað í fótboltaheiminum á þeim tíma en hefur eins og alþjóð veit risið hátt á síðustu árum og hefur það ekki farið framhjá Karembeu. Hann taldi íslensku strákana geta náð langt í Rússlandi. „Margt getur komið á óvart í Rússlandi. Senegal komst langt árið 2002, Gana 2010, svo afhverju ekki? Ísland getur náð langt.“ „Ég mun koma hingað ef þið fagnið aftur eins og eftir EM.“ „Allir geta unnið bikarinn. Auðvitað eru menn eins og Messi hjá Argentínu, Neymar í Brasilíu og Özil og fleiri í þýska liðinu, við erum með Pogba og Griezmann, en þetta er mjög opin keppni,“ sagði fyrrum heimsmeistarinn Christian Karembeu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira