Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. mars 2018 19:00 Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur. Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur.
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira