„Mér líður ofboðslega vel í grænu“ Ingvi Þór sæmundsson skrifar 26. mars 2018 11:30 Einar Árni Jóhannsson var síðasti maðurinn til að gera Njarðvík að Íslandsmeisturum. Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson er tekinn við karlaliði Njarðvíkur í körfubolta í þriðja sinn. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur í gær. Einar Árni tekur við Njarðvíkingum af Daníel Guðmundssyni en samningur hans við félagið var ekki endurnýjaður. Njarðvík endaði í 5. sæti Domino’s-deildar karla í vetur og féll svo úr leik fyrir KR í 8-liða úrslitum, 3-0. „Maður er kominn heim og það er mjög góð tilfinning. Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Það var unnið hratt og var einlægur vilji af beggja hálfu til að koma samstarfi á,“ segir Einar Árni við Fréttablaðið. „Hér á ég sterkar rætur og íþróttahúsið hefur verið, sumir segja, mitt fyrsta frekar en annað heimili síðan ég var sex ára gamall. Ég byrjaði ungur að þjálfa hérna, móðir mín vann í íþróttahúsinu og ég var þarna öllum stundum.“ Hann stýrði Njarðvík fyrst á árunum 2004-07 og gerði liðið að bæði Íslands- og bikarmeisturum. Það eru síðustu stóru titlarnir sem Njarðvík hefur unnið. Einar Árni tók aftur við Njarðvík um mitt tímabil 2010-11 og stýrði liðinu til 2014. Síðustu þrjú ár hefur hann þjálfað Þór Þ. „Ég starfaði fyrir stórkostlegt félag í Þorlákshöfn og ég steig þar frá borði með miklum trega. En það kemur til af því að það eru 80 kílómetrar í hvora átt. Í dag eru þetta rétt rúmir 100 metrar,“ segir Einar Árni. „Ég hef þjálfað þá flesta lengi. Ég á kannski fæst ár með Loga [Gunnarssyni] því hann er ekki langt frá mér í aldri,“ segir Einar Árni sem hefur þjálfað alla heimamennina í liði Njarðvíkur. Að hans sögn tekur nú við vinna í leikmannamálum. „Það er jákvætt að sterkustu póstarnir eru á samningi en við horfum til þess að þétta raðirnar. Það þarf að fá mynd á hópinn og þá getum við skoðað hvað við ætlum að gera. Á þessum bæ vilja menn alltaf ná árangri,“ segir Einar Árni. Hann hefur þjálfað hjá þremur félögum á ferlinum sem öll leika í grænum búningum; Njarðvík, Breiðabliki og Þór Þ. „Mér líður ofboðslega vel í grænu,“ segir Einar Árni og hlær.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira