Kallar fram fallegar minningar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2018 08:30 Christian Karembeu smellir kossi á HM-bikarinn sem hann hjálpaði Frökkum að vinna árið 1998. Vísir/HARI HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
HM-bikarinn glæsilegi, sem Ísland keppir um ásamt 31 annarri þjóð á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar, kom á Klakann í gær á vegum Coca-Cola. Með í för var Christian Karembeu sem varð heimsmeistari með Frökkum á heimavelli fyrir 20 árum. „Bikarinn kallar bara fram fallegar minningar því við unnum hann 1998. Það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Það er frábært að geta deilt minningunum með fólki og færa bikarinn nær aðdáendunum,“ segir Karembeu við Fréttablaðið. Karembeu var einnig hluti af franska liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Síðan þá hefur Frakkland ekki unnið stóran titil. Margir spá að það geti breyst í Rússlandi í sumar enda hafa Frakkar á að skipa gríðarlega sterku liði. Karembeu kveðst bjartsýnn fyrir hönd franska liðsins en þjálfari þess er Didier Deschamps sem var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heims- og Evrópumeistarar í um aldamótin. „Á Evrópumótinu fyrir tveimur árum fóru Frakkar í úrslit. Það var frábært fyrir okkur að vinna heimsmeistara Þjóðverja [í undanúrslitunum]. Í 8 liða úrslitunum unnum við gott lið Íslands 5-2. Deschamps er að búa til lið sem á að geta komist í úrslit í Rússlandi og unnið heimsmeistaratitilinn, 20 árum á eftir okkur,“ segir Karembeu. Eins og áður segir eiga Frakkar marga frábæra leikmenn sem spila með bestu félagsliðum Evrópu. „Það hefur verið unnið gott grasrótarstarf í Frakklandi og félögin eru með góðar akademíur. Þau hafa búið til marga hæfileikaríka leikmenn,“ segir Karembeu. Hann viðurkennir að það sé hausverkur fyrir sinn gamla félaga, Deschamps, að velja franska liðið. „Stundum er erfitt fyrir hann að velja einn góðan leikmann fram yfir annan. Það er ekki auðvelt að þurfa að gera upp á milli manna.“ Karembeu, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Real Madrid, hefur áður komið til Íslands, árið 1998. Þá mættu Frakkar Íslendingum á Laugardalsvelli, í fyrsta leik þeirra eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Leikurinn var í undankeppni EM 2000 og endaði með 1-1 jafntefli. Ríkharður Daðason skoraði mark Íslands en Christophe Dugarry jafnaði fyrir Frakkland og bjargaði stigi fyrir heimsmeistarana. Karembeu var í byrjunarliði Frakka þennan dag, 5. september, og man vel eftir leiknum. „Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir okkur. Ísland komst yfir en við komum til baka og leikurinn endaði með jafntefli. Þetta var langt frá því létt fyrir okkur,“ segir Karembeu. En hvaða möguleika telur hann að Ísland eigi á HM í sumar? „Öll liðin eiga möguleika. Ísland komst í 8 liða úrslit á EM en Frakkland í úrslit. Núna ættuð þið að komast í úrslit og við að verða heimsmeistarar,“ segir Karembeu og skellir upp úr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira