Áhyggjuefni ef ekki má refsa fyrir brot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:00 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) segir brýnt að fara yfir hvaða úrræði skólastjórnendur hafi til að bregðast við brotum á skólareglum í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis á dögunum. Umboðsmaður komst að því að brottvísun 16 ára pilts vorið 2015 hefði verið ólögmæt af hálfu viðkomandi framhaldsskóla og ráðuneytisins. Pilturinn deildi mynd af fáklæddri skólasystur í lokuðum Facebookhópi og var staðinn að vopnaburði í skólanum sem skólinn áleit alvarleg brot. Umboðsmaður taldi meðal annars að brotið hefði verið gegn rétti piltsins til náms með því að vísa honum úr skólanum og að grípa hefði átt til annarra ráðstafana fyrst.Sjá einnig: Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Ráðuneytið segist taka undir ábendingar umboðsmanns um verklag og forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og boðar vinnu í þá veru„Ráðuneytið hefur nú þegar hafið vinnu við að endurskoða forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi í heild sinni þar sem þær hafi ekki haldið í við breyttan veruleika samtímans. Hið sama á við um stafrænt kynferðisofbeldi þar sem stefnu skortir.“ Áhyggjur eru þó af fordæmisgildi niðurstöðunnar og segir Guðríður Arnardóttir, formaður FF, hana vekja áleitnar spurningar. „Við erum með reglur um hvernig nemendur eiga að haga sér í skólanum en ef nemandi brýtur þær og engin viðurlög eru við því, hvað heldur þá nemendum réttum megin við reglurnar?“ Guðríður segir málið snúið því pilturinn hafi verið barn samkvæmt lögum. Áleitnar spurningar vakni þó um úrræði sem stjórnendur geti gripið til í alvarlegum brotum. „Mér finnst við þurfa að setja skýrari línur um hvenær tilefni er til brottvikningar og hvenær gefa á annað tækifæri.“ Ekki megi gleyma þolendum. „Hver er staða þolandans ef ekki er heimilt að víkja geranda úr skólanum? Við getum ekki búið við að nemendur geti brotið skólareglur, án þess að tryggt sé að viðurlög sem sett eru við því séu ekki ómerk.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Menntamálaráðuneytið braut lög þegar sextán ára pilti var vikið úr skóla Pilturinn hafði orðið uppvís að því að bera hníf í skólanum og birta óviðeigandi mynd af skólasystur sinni í lokuðum Facebook hópi. 23. mars 2018 11:34