23 ár og 10 mánuðir síðan Ísland vann Suður-Ameríkuþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 16:00 Síðasti leikur Íslands á móti Suðurameríkuþjóð var fyrir rúmu ári og hann tapaðist. Vísir/Getty Íslenska landsliðið mætir Perú í vináttulandsleik í New Jersey í Bandaríkjunum annað kvöld og þar geta strákarnir okkar landað sjaldséðum sigri. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum við þjóðir frá Suður-Ameríku og það eru 23 ár og 10 mánuði síðan þessi eini sigurleikur vannst. Sá sigur vannst 1-0 á Bólivíu á Laugardalsvellinum 19. maí 1994 þökk sé sigurmarki frá Þorvaldi Örlygssyni sem kom eftir undirbúning þeirra Sigurðar Jónssonar og Rúnars Kristinssonar. Bólivía var þarna á leiðinni á HM í Bandaríkjunum, aðeins mánuði síðar, þar sem liðið spilaði opnunarleik keppninnar á móti Þýskalandi. Jürgen Klinsmann tryggði þar Þjóðverjum 1-0 sigur. Bólivía gerði svo jafntefli við Suður-Kóreu en tapaði fyrir Spáni og var úr leik eftir riðlakeppnina. Íslenska landsliðið hefur einnig leikið við Chile (3 leikir), Brasilíu (2 leikir) og Úrúgvæ (1 leikur) og uppskeran úr þessum sex leikjum er enginn sigur, eitt jafntefli og fimm tapleikir. Markatalan er mjög óhagstæð eða -12 (3-15). Eina jafnteflið kom á móti Chile 22. apríl 1995 en síðan þá hefur íslenska liðið tapað öllum fjórum leikjum sínum á móti Suðurameríkuþjóðum. Bólivía var þarna með á HM í fyrsta sinn í 44 ár og hefur síðan ekki komist aftur á HM eftir þessa keppni sumarið 1994. Landslið Perú, mótherjar Íslands í nótt, er nú komið í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn frá HM á Spáni 1982 og þurfti því að bíða í 36 ár. Nú er að sjá hvort strákarnir okkar nái að enda þessa löngu bið í New Jersey á morgun en ef það tekst ekki fá þeir annan möguleika í fyrsta leik HM í Rússlandi sem verður eins og flestir vita á móti liði Argentínu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Íslenska landsliðið mætir Perú í vináttulandsleik í New Jersey í Bandaríkjunum annað kvöld og þar geta strákarnir okkar landað sjaldséðum sigri. Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum við þjóðir frá Suður-Ameríku og það eru 23 ár og 10 mánuði síðan þessi eini sigurleikur vannst. Sá sigur vannst 1-0 á Bólivíu á Laugardalsvellinum 19. maí 1994 þökk sé sigurmarki frá Þorvaldi Örlygssyni sem kom eftir undirbúning þeirra Sigurðar Jónssonar og Rúnars Kristinssonar. Bólivía var þarna á leiðinni á HM í Bandaríkjunum, aðeins mánuði síðar, þar sem liðið spilaði opnunarleik keppninnar á móti Þýskalandi. Jürgen Klinsmann tryggði þar Þjóðverjum 1-0 sigur. Bólivía gerði svo jafntefli við Suður-Kóreu en tapaði fyrir Spáni og var úr leik eftir riðlakeppnina. Íslenska landsliðið hefur einnig leikið við Chile (3 leikir), Brasilíu (2 leikir) og Úrúgvæ (1 leikur) og uppskeran úr þessum sex leikjum er enginn sigur, eitt jafntefli og fimm tapleikir. Markatalan er mjög óhagstæð eða -12 (3-15). Eina jafnteflið kom á móti Chile 22. apríl 1995 en síðan þá hefur íslenska liðið tapað öllum fjórum leikjum sínum á móti Suðurameríkuþjóðum. Bólivía var þarna með á HM í fyrsta sinn í 44 ár og hefur síðan ekki komist aftur á HM eftir þessa keppni sumarið 1994. Landslið Perú, mótherjar Íslands í nótt, er nú komið í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn frá HM á Spáni 1982 og þurfti því að bíða í 36 ár. Nú er að sjá hvort strákarnir okkar nái að enda þessa löngu bið í New Jersey á morgun en ef það tekst ekki fá þeir annan möguleika í fyrsta leik HM í Rússlandi sem verður eins og flestir vita á móti liði Argentínu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira