Fótbolti

Sjáðu af hverju snjór er ekkert mál fyrir leikvanginn sem hýsir íslenska landsliðið á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá Red Bull Arena.
Frá Red Bull Arena. Vísir/Getty
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið til New York borgar þar sem liðið mætir Perú í vináttulandsleik á morgun.

Strákarnir okkar eru komnir í aðeins kaldara umhverfi en þegar þeir voru staddir í San Francisco í síðustu viku.

Leikvangurinn sem hýsir leikinn er Red Bull Arena í New Jersey en það er heimavöllur MLS-liðsins New York Red Bulls.

Það snjóar oft á menn í New York en umsjónarmenn Red Bull Arena eiga réttu svörin við því eins og sjá má hér fyrir neðan.





Leikvöllurinn á Red Bull Arena verður því fagurgrænn og glæsilegur þegar íslenska landsliðið spilar á honum á morgun.

Hér fyrir neðan má síðan sjá íslensku strákana spóka sig um í New Jersey þar sem þeir horfa yfir til Manhattan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×