„Drullufúll“ með ákvörðun Framsóknar og hugsar sinn gang Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 20:50 Birgir Örn Guðjónsson er þó hvergi banginn og ætlar að halda áfram að vinna að betra samfélagi að eigin sögn. Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent