Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur staðið í ströngu undanfarna daga í viðræðum við samstarfsþjóðir okkar. Afráðið var í gær að Ísland tæki þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða sem beinast gegn Rússum vegna eiturárásar þeirra í Salisbury. Tvíhliða viðræðum við Rússa verður slegið á frest og ráðamenn fara ekki á HM VÍSIR/ANDRI MARINÓ Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti Anton Vasíljev, sendiherra Rússlands á Íslandi, þessa ákvörðun í gær. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Áður hafði hann fundað með utanríkismálanefnd þingsins þar sem nefndarmenn voru settir inn í stöðu mála. Nágranna- og samstarfsríki Íslands tilkynntu í gær hvert á fætur öðru að þau hygðust senda rússneska erindreka úr landi. Meginreglan hefur verið sú að slíkum aðgerðum sé svarað í sömu mynt. Aðeins þrír starfsmenn eru í sendiráði Íslands í Rússlandi og því kom slíkt ekki til greina að sinni enda fjöldi Íslendinga sem stefnir að því að ferðast til landsins í sumar. Fækkun í starfsliðinu hefði farið langt með að lama starfsemina. „Ráðherra fór yfir stöðu mála og samráðið sem hann hefur átt við aðrar þjóðir út af málinu,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en hún sat fundinn sem varamaður Smára McCarthy. „Ráðherra gerði skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og okkar viðbrögð verða í samræmi við stærð okkar. Það er ánægjulegt að Ísland sé að taka þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða gegn atviki sem allt bendir til að Rússar hafi staðið að,“ segir Þórhildur. „Ég fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveld ákvörðun. En hún sýnir svo ekki verður um villst þá samstöðu sem Ísland sýnir viðleitni þjóða heims til að standa vörð um alþjóðalög og láta Rússa ekki komast upp með að kljúfa alþjóðasamfélagið,“ segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar Sjá meira
Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti Anton Vasíljev, sendiherra Rússlands á Íslandi, þessa ákvörðun í gær. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum. Áður hafði hann fundað með utanríkismálanefnd þingsins þar sem nefndarmenn voru settir inn í stöðu mála. Nágranna- og samstarfsríki Íslands tilkynntu í gær hvert á fætur öðru að þau hygðust senda rússneska erindreka úr landi. Meginreglan hefur verið sú að slíkum aðgerðum sé svarað í sömu mynt. Aðeins þrír starfsmenn eru í sendiráði Íslands í Rússlandi og því kom slíkt ekki til greina að sinni enda fjöldi Íslendinga sem stefnir að því að ferðast til landsins í sumar. Fækkun í starfsliðinu hefði farið langt með að lama starfsemina. „Ráðherra fór yfir stöðu mála og samráðið sem hann hefur átt við aðrar þjóðir út af málinu,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en hún sat fundinn sem varamaður Smára McCarthy. „Ráðherra gerði skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og okkar viðbrögð verða í samræmi við stærð okkar. Það er ánægjulegt að Ísland sé að taka þátt í samræmdum aðgerðum vestrænna þjóða gegn atviki sem allt bendir til að Rússar hafi staðið að,“ segir Þórhildur. „Ég fagna yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands. Mér er ljóst að þetta er ekki auðveld ákvörðun. En hún sýnir svo ekki verður um villst þá samstöðu sem Ísland sýnir viðleitni þjóða heims til að standa vörð um alþjóðalög og láta Rússa ekki komast upp með að kljúfa alþjóðasamfélagið,“ segir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03 „Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar Sjá meira
Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa. 26. mars 2018 12:03
„Auðvitað er þetta kalt stríð“ Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, á ekki von á því að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, muni bregðast af krafti við ákvörðun ríkja Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada að vísa rússneskum erindrekjum úr landi. 26. mars 2018 15:06
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45