Heimir um meiðsli Gylfa: „Kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2018 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson ætti að vera klár fyrir HM. Sem betur fer. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var að horfa á leik Everton og Brighton þegar að Gylfi Þór Sigurðsson meiddist en meiðslin settu íslensku þjóðin á hliðina enda stutt í HM í Rússlandi. Meiðslin voru ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið, en eins og greint var frá í gærkvöldi hittir Gylfi Þór sérfræðing í kvöld þar sem vonast er eftir góðum fréttum af besta leikmanni íslenska landsliðsins.Sjá einnig:Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir var spurður í hlaðvarpinu Men in Blazers hvar hann var þegar að hann fékk fréttirnar af meiðslunum og hver voru hans viðbrögð við þessu öllu saman. Aðeins nokkrir mánuðir í stóru stundina og aðalmaðurinn meiddur.Gylfi Þór Sigurðsson er frá vegna meiðsla.Vísir/GettyTölum ekki um stjörnuleikmann „Ég var að horfa á leikinn. Það kom mér á óvart að hann hélt áfram að spila og það er kannski ástæðan fyrir því að hann verður þetta lengur frá. Hann spilaði, að ég held, í 60 mínútur meiddur,“ segir Heimir í hlaðvarpinu sem heyra má hér. „Ég hef, aftur á móti, lært það, að ég get ekki verið að hafa áhyggjur af meiðslum leikmanna. Núna erum við án Gylfa og þá fer maður að hugsa hvernig maður spilar án hans þannig að það hafi ekki áhrif á liðið.“ Heimir hefur miklar mætur á Gylfa, eðlilega, en ekki bara vegna þess hversu góður hann er í fótbolta heldur vegna þess hversu ósérhlífinn hann er á vellinum. Hafnfirðingurinn er leiðtogi á meðal manna. „Við viljum aldrei tala um hver er stjörnuleikmaðurinn okkar. Bandaríkjamenn elska orðið stjörnuleikmaður. Fyrir mér er Gylfi eins og Aron. Hann er stærsta nafnið okkar þar sem hann spilar fyrir stærsta félagið af leikmönnum íslenska landsliðsins,“ segir Heimir. „Ég lít á Gylfa sem fyrirmynd því þrátt fyrir að hann sé stærsta nafnið í liðinu er hann einnig vinnusamasti leikmaður þess. Hver í liðinu dirfist að vera latur þegar að svo ber undir. Hann er líka leiðtogi á vellinum. Hann talar ekki mikið og er illa við viðtöl en hann lætur verkin tala inn á vellinum,“ segir Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Sjá meira
Heimi dreymir um að lyfta HM-styttunni: „Mamma spurði hvað í fjandanum ég væri að hugsa“ Heimir Hallgrímsson er óhræddur við að segja að draumur hans er að verða heimsmeistari. 27. mars 2018 08:30